- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
34

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Þorbjörn öngull, þegar hann reið til alþingis eptir víg
Grettis. [1] Heiðarnar norður og vestur af Langjökli voru þá
mjög vel kunnar og alfaravegur um þær; það hefir, ef
til vill, nokkuð aukið þekkingu manna á upplendi
Islands, að sekir skógarmenn eins og t. d. Grettir opt urðu
að hafast við í óbyggðum. Margir sekir menn lögðust
út til forna og allopt í sögunum er getið um illvirkja og
útileguþjófa, er lifðu af sauðaþjófnaði og ránum. Í
Vígastýrs sögu er t. d. getið um Fjalla-Teit, sem var að
illu einu kenndur, »þvi hann lá á fjöllum úti og lifði hann
því líkara, sem hann væri illdýri, en hann væri maðr.
Teiti voru allar leiðir kunnar«. Illar fjárheimtur voru í
þá daga kenndar fjallaþjófum. [2] Í Sturlungu er getið um
Geir Þóroddson; hann var sonur Þórodds Grettissonar og
Þórgerðar lygnu göngukonu; »hann var hinn mesti óaldarmaðr,
stuldamaðr ok útileguþjófr; hann var skjótr á
fæti, svá at engi hestr tók hann»; hann var siðar
hengdur. [3] Eins og aldarhátturinn opt var til forna, var eðlilegt,
að margir legðust út, um skemmri og lengri tíma; er opt
getið um slíkt í sögunum og hefir það eflaust aukið
þekkingu manna um öræfin nokkuð. Um miðjöklana sjálfa
er því nær aldrei getið, en þó hafa menn þekkt nokkuð
til þeirra; það sést t. d. á frásögninni um Þórisdal í
Grettlu; þó er sagan um dalinn auðsjáanlega ýkt og í
sama stýl eins og útilegumannasögur fra seinni tímum.

Nú höfum vér stuttlega drepið á hin helztu byggðarlög
til fjalla og fjallvegi þá, sem liggja um öræfin, og
sést af því glögglega, að alþýða manna hér á landi hefir
þegar á 11. og 12. öld haft hér um bil sömu þekkingu á
hálendi Íslands eins og menn almennt höfðu fram undir
miðja þessa öld. Það var nokkurn veginn nægileg þekking
til ferða og fjallleita og meira kærðu menn sig ekki
um í þá daga; vísindaleg þekking var eðlilega ekki til


[1] Grettissaga 1859. kap. 87., bls. 191.
[2] Íslendinga sögur II., bls. 360, 302, 289.
[3] Sturlunga I., bls. 45-46, 47.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free