- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
39

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

staddir í Niðarósi, enda voru Íslendingar fram eptir öllu
með annan fótinn í Noregi, eins og sést í hverri sögu;
þar áttu þeir ættingja og vini og stóðu í nánu sambandi
við þá; margir voru af stórum ættum og jafnvel skyldir
og tengdir konungum; Gissur hvíti og Ólafur Tryggvason
voru t. d. þremenningar, og í þann tíma voru margir
aðrir frændur Ólafs konungs á Íslandi; [1] móðir Jóns
Loptssonar var Þóra dóttir Magnúsar konungs berfætts, og því
var Páli Jónssyni svo mætavel tekið í Noregi, er hann
kom þar til vígslu; »allir virðu hann mikils, sem von var
at, ok hans frændr voru allir, þeir er göfgastir voru í
landinu«. [2] Margir höfðingjar norskir voru góðir við
Íslendinga; það er t. d. sagt um Gregorius Dagsson: »þat
var almæli, at hann væri höfuð lendra manna í Noregi,
í þeirra manna minnum, er þá voru uppi, ok verit bezt við
Íslendinga, síðan Eysteinn konungr Magnússon andaðist«. [3]
Miklu seinna (1407) er sagt um Erlend Filippusson, er
þá var einna mestur höfðingi af bændum í Noregi, að »hann
trúði betr Íslendingum en öðrum norrænum mönnum og
hafði þá jafnan í þjónustu sinni«. [4] Svo mætti telja fleiri
dæmi þessu lík. Í Niðarósi var stöðug Íslendingabyggð og
sumir áttu þar eignir. Opt var þó Íslendingum örðugur
fjárhagurinn erlendis, jafnvel þó tignir væru og
ættstórir; skotsilfur hefir jafnan verið lítið á Íslandi og ekki
var allt af hægt að gjöra sér peninga úr vaðmálum og
öðrum íslenzkum varningi. [5] Þegar Sturla Þórðarson fór
utan 1263, hafði hann »nær ekki fé«. [6] Þorgils skarði var
ekki peningaríkur í Noregi og var illt til fjár; [7] sama er


[1] Fornmannasögur II., bls. 62.
[2] Biskupasögur I., bls. 130.
[3] Fornmannasögur VII., bls. 273.

[4] Lögmannsannáll. Isl. ann. 1888, bls. 289.
[5] 1282 biður Martinus páfi IV. Jón erkibiskup að koma
tíundum af Íslandi, Færeyjum og Grænlandi í peninga, því nautshúðir,
selskinn, rostungstennur og hvalseymi sé ekki hentugur gjaldeyrir
fyrir páfastólinn. Dipl. island. II., bls. 235—37.

[6] Sturlunga II., bls. 269, 270.

[7] Sturlunga II., bls. 110—111.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free