- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
43

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

er sagt um Þorstein drómund, að hann hafi elt Þorbjörn
öngul til Miklagarðs og hefnt þar Grettis. [1] Í sögu
Magnúsar berfætts er getið um íslenzkan mann, er Eldjárn
hét; hann var þá nýkominn utan af Miklagarði. [2] Þegar
Haraldur harðráði var í Miklagarði, var Halldór Snorrason
með honum í herferðum til Sikileyjar og víðar; þar
var þá íslenzkur maður sveitarhöfðingi meðal Væringja,
Márr Húnröðarson. [3] Víga-Barði var á mála með Væringjum
og féll þar, [4] og enn fleiri Íslendingar voru þar eystra.
Sumir Íslendingar fóru norður á bóginn til Finnlands og
Bjarmalands og sumir til Hólmgarðs, eins og t. d.
Skinna-Björn Hólmgarðsfari. [5] Höfðingjasynir íslenzkir voru á
sífelldu ferðalagi víðs vegar um lönd og er þess getið í
hverri sögu og væri nóg efni í stóra ritgjörð að rekja það
út í æsar, en hjer er þess ekki þörf. Á ferðum sínum
til Grænlands og Ameríku sýndu Íslendingar hið mesta
þrek og þol; og um verzlunarferðir margra Íslendinga til
annara landa er opt talað í sögunum. Um lok 12. aldar
eru aðkomumenn frá Íslandi jafnvel nefndir í bæjarrétti
Slésvíkur, [6] og meðal útlendinga, er komi til Bergen,
eru Íslendingar í fornu riti [7] líka nefndir, sem eðlilegt er.

Eptir að kristni var lögtekin á Íslandi, minnkuðu ekki
utanferðir fyrir það; þá urðu suðurgöngur mjög tíðar;
stundum þurftu menn að reka erindi sín í Rómaborg,
stundum hétu menn að ganga suður sér til sáluhjálpar.
Suðurferða er getið í flestum sögum; slíkar ferðir voru
mjög örðugar í þá daga, og opt bar það við, að menn
létust á leiðinni. Í þá daga gátu félitlir pílagrímar
hingað og þangað á leiðinni ókeypis fengið gistingu og beina














[1] Grettissaga. Kbh. 1859. kap. 88.—89., bls. 193—94.
[2] Fornmannasögur VII., bls. 59.
[3] Fornmannasögur VI., bls. 135, 356.
[4] Íslendingasögur II., bls. 394.
[5] Landnáma III., kap. 1. Ísl.sög. I., bls. 169.
[6] E. Baasch: Islandsfahrt der Deutschen. Hamburg 1889,
bls. 2.
[7] Langenbeck: Scriptores rer. Dan. V., 353.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0057.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free