- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
46

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

halda bæði konur ok kaiiar«. [1] Kýmileg er ferðasaga
Ketils prests, sem var sendisveinn Guðmundar biskups
Arasonar. Ketill var fátækur og lítt lærður, en kom þó
fram erindi sínu í Rómaborg fyrir sérstaka heppni; hann
fór gangandi suður og sunnan, og er hann hafði fengið
páfabrjefið, segir sagan, að prestur hafi orðið fegnari en
frá megi segja; »leggr land undir fót, ok hleypr svá norðr
eptir löndum, at á tuttugasta degi ok þrettánda kemur
hann í sjátún aptr í Rauðstokk; gengr þar þegar í kugg,
er albúinn liggr fyrir bænum; fá þeir hraðbyri til
Björgynjar«. [2] Menn fóru í þá daga tvær aðalleiðir til
Rómaborgar; hina vestri leið fór Kári Sölmundarson frá
Normandí yfir Frakkland og svo sjóleið, en Fiosi fór heim
frá Róm hina eystri leið um Þýzkaland og var hún
tiðfarnari; þeirri leið lýsir Nikulás ábóti. Suðurferðir
Íslendinga voru mjög tíðar all-langt fram eptir öldum; er
þeirra mjög opt getið i Sturlungu og í mörgum öðrum
sögum og annálum; yrði það allt of langt mál að segja
frá suðurferðunum hér, þó eigi væri nema í ágripi;
langmestar voru suðurferðirnar á 13. öldinni, en á annálum
sést þó, að all-margir prestar og nokkrir leikmenn hafa
gengið suður á 14. öldinni; síra Einar Hafliðason, er ritað
hefir Lögmannsannál, gekk suður 1345 og kom til páfagarðs
í Avignon og var þar 9 nætur; fór svo um Frankaríki
fram og aptur og var í París um nokkurn tíma, og
var i ferðinni rúmt ár. [3] Snorri Ketilsson andaðist á
suðurvegum 1347; 1391 komu út Björn Einarsson, Þórður
Sigmundarson, Þórður Árnason og síra Halldór; og höfðu
allir gengið til Róms; árið eptir kom út Árni Éinarsson,
er hafði gengið suður, [4] o. s. frv. Á 15. öld fer mjög mikið
að minnka um suðurferðir; þá hafa ekki farið nema stöku
menn á strjálingi, einkum framan af öldinni; t. d. Björn
Einarsson í þriðja sinn 1406, Árni biskup Ólafsson 1418,


[1] Sturlunga I., bls. 318. Biskupasögur II., bls. 149.
[2] Biskupasögur II., bls. 122-124.
[3] Íslenzkir annálar 1888, bls. 274.
[4] Íslenzkir annálar, bls. 403, 418.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0060.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free