- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
50

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

jafnvægið milli klerka- og höfðingjavaldsins hafði hingað til
haft heilladrjúg áhrif á land og lýð; en nú var jafnvæginu
raskað, kirkjukreddurnar urðu of sterkar, hjátrúarsvæluna
dreif inn yfir landið, og grúfði hún yfir því eins
og martröð nærri í 300 ár; má því telja apturför
höfðingjaættanna og vöxt kirkjuvaldsins einna helztar orsakir
til hnignunar Íslands í flestum greinum. Þegar á
Sturlungaöld er klerkavaldið óðum farið að ryðja sér til rúms,
enda átti það duglegan forvígismann, þar sem Guðmundr
Arason var, því hann hafði mikil áhrif á alþýðu manna;
sjást þess ótal dæmi í sögunum, að hjátrú og hindurvitni,
dýrðlingadýrkun og kirkjukreddur, voru þá þegar farnar
að festa rætur. [1] Framfarir í reynsluvísindum voru úr
því óhugsanlegar; páfavaldið var eptir sínu innsta eðli
gagnstætt allri sjálfstæðri rannsókn, og var þó einkum
andvígt öllum framförum í náttúruvísindum; kirkjan skapaði
sér sjálf sérstaka náttúruskoðun, sem ekki mátti út
af bregða. Á þessum illu áhrifum klerkavaldsins bar
lítið framan af hér á landi, en smátt og smátt fór illgresið
að vaxa upp meðal hveitisins, og kæfði að lokum allar
menntir og sannar fræðigreinir. Þegar dýrðlingadýrkunin
og jarðteiknatrúin uxu að mun, þá spilltist smekkurinn
og hin sanna menntun ruglaðist, svo náttúran stóð
á höfði, og menn misstu alla hæfilegleika til þess að
aðgreina satt frá lognu. Til dæmis má taka læknisfræðina;
á söguöldinni voru margir, bæði karlar og konur,
ágætir handlæknar (t. d. Rafn Sveinbjarnarson); þá voru
lækningar byggðar á réttum grundvelli, á rannsókn og
eptirtekt; en eptir að dýrðlingatrúin var orðin rótgróin,
breyttist þetta giörsamlega; það þurfti ekki annað en
ákalla helga menn, þá bættust öll mein manna; allt var


[1] Það væri sannarlega þess vert, að einhver vildi taka sig til
að rita eitthvað í samanhengi um trúarhugmyndir og kirkjulíf
Íslendinga í þá daga. Skoplegt er að sjá, hverjar hugmyndir sumir
hafa gert sjer í þá daga um páfann. Magnús konungur segir t. d.
við Sturlu Þórdarson, er hann hafði heyrt kvæði hans: »Þat ætla
ek, at þú kveðir betr en páfinn« (Sturlunga II., bls. 271).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free