- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
54

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

þar eyktarstað ok dagmálastað um skammdegi«, það er
að segja, hinn skemmsti dagur var 9 stunda langur; þeir
hafa þá, að ætlun Finns Magnússonar, verið staddir á
41° 24′ n. br., en H. Geelmuyden segir, að eptir þessu sé
eigi hægt með vissu að ákveða breiddina, öðru vísi en
svo, að Vínland hafi ekki verið norðar en á 49° 55′ n. br.
Í Grænlandsannál, sem Björn á Skarðsá hefir ritað úr
þeim hluta Hauksbókar, er þá var til, er talað um
norðurferðir Grænlendinga á Króksfjarðarheiði; þar er sagt
frá pólhæðinni, en þó svo ónákvæmt, að ekki er gott að
finna hið rétta; þar segir svo: »síðan fóru þeir suðr á
Króksfjarðarheiði einn mikinn dagróður Jacobsmessudag
(25. júlí); þar fraus þá um nætr, en sól skein bæði nætr
ok daga, ok var eigi hærri, þá er hún var í suðri, ef
maðr lagðist um þveran sexæring út at borðinu, þá bar
skuggann í andlit honum af þvi borðinu, er nær var
sólinni; en um miðnætti var hún svo há sem heima í bygð,
þá er hún er í útnorðri«: [1] Nikulás ábóti ákveður pólhæð
Jordánar á einkennilegan hátt; hann segir: »út við
Jordán, ef maðr liggr opinn á sléttum velli ok setr kné sitt
upp ok hnefa á ofan, ok reisir þumalfingr af hnefanum
upp, þá er leiðarstjarna þar yfir at sjá jafnhá, en eigi
hærra«. [2] Þessi dæmi sýna, að fornmenn hafa gert sér
nokkuð far um að ákveða hnattstöðu landanna, eptir
þeirri ófullkomnu þekkingu, er þá var til. Framan af
urðu menn eingöngu að fara eptir himintunglum, vindum
og sævarfalli, því segulnálar voru þá eigi komnar hér
nyrðra, en allsnemma hafa þær þó komið til Norðurlanda;
því í Landnámu segir svo, þar sem talað er um hrafna
þá, er Flóki lét vísa sér leið til Íslands: »þá höfðu
hafsiglingarmenn engir leiðarstein í þann tíma í
Norðurlöndum«. [3] Eins og kunnugt er þekktu Kínverjar segulsteina
og segulstál löngu á undan Európumönnum og er þessa
getið í kínverskum bókum, sem ritaðar eru 120 árum


[1] Grönlands hist. Mindesmærker III., bls. 240-242.
[2] Werlauff: Symbolæ, bls. 31.
[3] Landnáma I., kap. 2. Ísl.sögur I., bls. 28.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free