- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
55

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

fyrir Krists burð; lengi framan af notuðu þeir þó ekki
segulnálar á sjóferðum, en létu þær vísa sér veg um
eyðimerkur í upplandi Asíu. Í byrjun 13. aldar voru
segulnálar kunnar á Englandi og í Provence; hinir fyrstu
rithöfundar sem nefna þær voru Alexander Neckam (f.
1157, † 1217), hann var kennari í París um 1180, og
skáldið Guiot í Provence, sem var uppi um sama leyti.
Menn vita enn ekki með fullri vissu, hvort kompásar hafa
borizt með Aröbum að austan, eða menn hafa fundið upp
að gjöra þá hér í Európu af sjálfsdáðum. [1] Víða sést, að
fornmenn hafa tekið eptir ýmsu, er gat hjálpað þeim til
að átta sig á sjóferðum; í Hauksbók stendur t. d.: »Af
Hernum í Noregi skal sigla jamnan í vestr til Hvarfs á
Grænlandi, ok er þá siglt fyrir norðan Hjaltland svá, at
því at eins sé þat, at allgóð sje sjóvar sýn; en fyrir
sunnan Færeyjar svá, at sjór er í miðjum hlíðum, en svá
fyrir sunnan Ísland, at þeir hafa af fugl og hval«. [2] Það
er sagt um þá Rafn og Guðmund Arason, að »þá rak
suðr í haf, svá at þeir höfðu fogl af Írlandi«; [3] Eirík rauða


[1] Oscar Peschel: Abhandlungen zur Erd- und Völkerkunde
Leipzig 1877. I., bls. 169-176. S. Ruge: Geschichte der Zeitalters
der Entdeckungen. Berlin 1881, bls. 21-23. Sumstaðar í gömlum
bókum er getið um sólarstein; en ekki get jeg skorið úr, hvers
konar steinn það hefir verið, eða hvert það er sama sem leiðarsteinn,
sem sumir hafa haldið. Í sögu Ólafs helga (Fornmannasögur V.,
bls. 341) segir svo: »Veðr var þykkt ok drífa, sem Sigurðr hafði
sagt. Þá lét konungr kalla til sín Dag ok Sigurð, sonu bónda;
síðan lét konungr sjá út, ok sá hvergi skýlausan himin; þá bað
konungr Sigurð segja, hvar þá mundi sól komin; hann kvað glöggt á
þat: konungr lét taka sólarstein ok hélt upp, ok sá hann þá, hvar
geislaði úr steininum, ok markaði svá til, sem Sigurðr hafði sagt«.
Í Biskupasögum (I., bls. 565, 674) er getið um sólarstein, er
Guðmundur biskup Arason gaf Rafni Sveinbjarnarsyni (sbr. Sturlungu
I., 175, 186, 227-28, II., 293); á 14. öld eiga ýmsar kirkjur á Íslandi
sólarsteina; 1318 á Saurbæjarkirkja sólarstein (Dipl. Isl. II, 451)
og 1343 Hofskirkja á Breiðumörk (Dipl. Isl. II., 775) og í
Hrafnagilskirkju er 1394 »sólarsteinn kassaðr« (Pjeturs máldagi).
[2] Íslendingasögur I., bls. 25 (nmgr).
[3] Sturlunga II., bls. 290.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free