- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
57

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Aldafarsbók Beda prests er t. d. nefnd í Landnámu, Dialogi
Gregorii Magni í Rymbeglu, Guðmundarsögu og viðar; í
Ólafs sögu Tryggvasonar er nefnd »Imago mundi«, »ágæt
bók ok sannfróð«; i Sögubroti (Fms. XI. bls. 417) er nefnd
»Hamborgar istoría« eptir Adam frá Bremen; og svo mætti
margar fleiri bækur til færa.

6. Hinar elztu lýsingar á Íslandi innlendar og útlendar.



Nú höfum vér um stund hvarflað nokkuð frá aðalefninu,
svo að alþýða manna, er þetta les, hafi í huga
hinar allra helztu greinar þeirra hluta, er áhrif höfðu á
ritsmíð og landaþekkingu Íslendinga til forna, en nú
snúum vér aptur að efninu, að telja hið helzta, sem vér
þekkjum af þvi, er ritað hefir verið um Ísland utan lands
og innan.

Frá fornöld er ekki til neitt landafræðisrit, er lýsir
Íslandi í heild sinni, en alstaðar i sögunum og þó einkum
í Landnámu er fjölda margt, er snertir sérstök héruð
á Íslandi og staðalýsingu, einkum ef það snertir viðburði
sem gjörzt hafa; í sögunum er þó enn fleira, er sýnir
ástand íbúanna og gefur upplýsingar um atvinnuvegi
þeirra, og er slíkt ómissandi, er lýsa skal framsókn
þjóðarinnar og breytingum þeim, sem hún hefir orðið fyrir,
en það á ekki við um sinn, að fara nánar út í það. Hinn
fyrsti, sem fór um landið til að rannsaka það, var Grímr
geitskór, þó það væri nú alveg í sérstökum tilgangi; um
hann segir Ari fróði í Íslendingabók: »Úlfljótr vas austr
í Lóni; en svá es sagt, at Grímr geitscor væri fóstbróþir
hans, sá es cannaþi Island allt at ráþi hans, áþr alþingi
væri átt; en honum fecc hverr maþr penning til á landi
her, en hann gaf fe þat síþan til hofa«. [1] Ekki er fleira
sagt um ferðir Gríms, það eg veit; en hann náði
aðaltakmarkinu og valdi heppilega þingstaðinn.

Þegar kristnin var að festa rætur hér á Íslandi, hlýtur
nokkur þekking á landinu að hafa borizt til útlanda

[1] Íslendingasögur I., bls. 5.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free