- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
61

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

einkum sérstaka mannást, og af því leiðir, að þeir hafa
allt sameiginlegt við útlenda sem innlenda. Biskup sinn
virða þeir sem konung, og öll þjóðin fer eptir bendingu
hans, og það sem hann ákveður eptir vilja drottins, eptir
ritningum eða samkvæmt vana annara þjóða, því hlýða
þeir sem lögum. Erkibiskup vor þakkaði guði mikillega
fyrir það, að þjóð þessi tók trú á hans dögum, þó hún,
áður en hún lét skírast, eptir lögum náttúrunnar eigi væri
mjög fjarlæg vorum trúarbrögðum. Eptir beiðni þeirra
vígði hann þeim biskup, Ísleif nokkurn, mjög guðhræddan
mann. Hann hafði verið sendur frá þessu landi til
erkibiskups, og hafði erkibiskup hann hjá sér um nokkurn
tíma, og sýndi honum mjög mikinn heiður; þá lærði
Ísleifur, hvernig hann ætti heillavænlega að kenna þjóð
þessari, er nýlega hafði snúizt til kristni. Með honum
sendi erkibiskup bréf til Íslendinga og Grænlendinga með
virðulegri kveðju til safnaðanna, og lofaði þar, að hann
innan skamms skvldi koma til þeirra, svo að þeir af því
nytu fullkominnar og sameiginlegrar gleði. Af þessum
orðum má lofa ágætan vilja erkibiskupsins, því vér höfum
heyrt, að postulinn ætlaði til Spánar til þess að
prédika guðsorð; en hann gat ekki komið fram fyrirætlun
sinni. Þetta hefi eg heyrt sagt satt um Íslendinga og
hina yztu Thule, en eg sleppi öllum ýkjum«. Eptir að
Adam frá Brernen var búinn með handrit sitt, hefir hann
bætt við ýmsum athugasemdum; menn halda að minnsta
kosti, að flestar eða allar séu eptir hann sjálfan. Af
þessum athugasemdum snerta 4 Ísland, og eru þær svo:
»Það er sagt, að frá höfðanum Alaburg í Danmörku sé
30 daga ferð til Íslands með góðum byr«. »Hjá Íslandi
er frosið haf, sem er sjóðandi og hulið í þoku«.
»Íslendingar hafa engan annan konung en lögin; þar er skömm
að syndga og vinningur að deyja«. »Stærsti bær á
Íslandi heitir Scaldholz«. [1]


[1] Adami Gesta Hamburgensis ecclesiæ pontificum. Ed. G. H.
Pertz. Hannoveræ 1846. lib. IV. cap. 35., bls. 209-212.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free