- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
62

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Arabar rituðu manna mest um landafræði og fjarlægar
þjóðir, en þó var norðurhluti Európu þeim fremur
ókunnur, og er Norðurlanda mjög sjaldan getið í bókum
þeirra. Íslands er, eptir því sem eg bezt veit, að eins
getið hjá einum arabiskum rithöfundi, og það þó fremur
óglögglega; höfundur þessi hét Edrisi; hann var af
háum stigum og fæddist í Ceuta í Marokko árið 1099;
Edrisi fór víða um lönd og kom á einni ferð sinni til
Sikileyjar; þar réði þá fyrir ríki Roger konungur annar;
hann kom til ríkis 1130, og unni mjög vísindum. Þar
voru þá margar þjóðir saman komnar, Grikkir, Frakkar,
Ítalir, Arabar og Norðmenn. Roger konungur lét
marga fræðimenn safna til allsherjar landafræði, er hann
vildi gjöra láta; hann lét gjöra landsuppdrátt á silfurskjöld,
og átti þar að sýna legu landanna, fljótin, vötnin,
borgirnar og sjóinn. Edrisi komst í þjónustu konungs,
og ritaði jafnhliða landalýsingu; sú bók er enn þá
til og fylgja henni 70 uppdrættir. Á einum af uppdráttum
Edrisi’s er stór eyja fyrir norðan Skotiand, sem er
kölluð Rislanda. Edrisi segir, að frá Skotlandi séu tveir
þriðju hlutar úr dagleið til Rislanda, en ein dagleið frá
Írlandi; Rislanda er að sögn hans 400 mílur á lengd og
150 mílur á breidd. [1] Þetta eru reyndar ekki
miklar upplýsingar um Ísland, en þær sýna þó, að menn þar syðra
hafa haft einhverjar óljósar hugmyndir um landið og
legu þess.

Þjóðrekur munkur í Niðarósi ritaði sögu Noregskonunga
á latínu seint á 12. öld (1177—80), og fór að miklu
leyti eptir kvæðum og frásögum Íslendinga; hann getur
um fund Íslands, og segir frá því, hvernig Íslendingar
tóku kristni, en lýsir þó ekki landinu, enda hefir hann


[1] J. Lelewel: Géographie du moyen age. Bruxelles 1852. Tom.
I. og Atlas. A. Humboldt: Kritische Untersuchungen I., bls. 371.
Geografisk Tidskrift VIII. Kbhavn 1886, bls. 57-65. A. F. v. Mehren:
De islamitiske Folks geografiske Kundskaber (Annaler for nordisk
Oldkyndighed 1857). G. Storm: Studier over Vinlandsreiserne
(Aarb. f. nord. Oldkyndighed 1887, bls. 362-63).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0076.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free