- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
64

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

klerkur, því svo má heita, að þeir láti biskupa sína bæði hafa
konungs réttindi og klerka. Í þessu landi fást stórir og
ágætir fálkar og haukar, og eru fluttir út þaðan. Sjaldan
eða aldrei koma þar eldingar, og sjaldan eða aldrei slær
þeim niður, en þar er annað endemi enn verra. Á hverju
ári eða annaðhvort ár brýst upp eldur einhversstaðar á
eynni; gýs þá upp ofsastormur, eins og hvirfilvindur, og
brennir til grunna hvað sem fyrir verður; eigi vita menn
með vissu, hvort uppruni eða orsök þessa elds kemur að
ofan eða neðan«. [1]

Þessi lýsing hefir töluvert við að styðjast, þó hún
beri að sumu leyti Íslendingum of vel söguna, eins og
Adam frá Bremen. Þar sem Giraldus talar um vald
biskupanna, þá má það til sanns vegar færast; álit þeirra
og ríki var framan af mjög mikið, einkum frá því á
dögum Gissurar biskups fram um 1200; eptir það fóru
óeirðir og deilur að raska ró landsins og hver höndin
varð upp á móti annari. Gissur biskup Ísleifsson var
sannarlega bæði konungur og biskup, enda segir um hann
í Hungurvöku. [2] »Þat hefir ok verit allra vitra manna
mál, at hann hafi af guðs góðgipt ok sjálfs síns atgjörvi
göfugastr maðr verit á Íslandi bæði lærðra manna ok
ólærðra: »Fálkar voru snemma fluttir frá Íslandi og á
13. öldinni hafði erkibiskupinn í Niðarósi einkaleyfi til
að kaupa þá, unz konungur dró þessi réttindi undir sig. [3]
Snemma á miðöldunum var það ein af aðalskemmtunum
höfðingja, að veiða fugla með fálkum, og það var
algengt, að heldri klerkar og biskupar áttu marga fálka;
i þá daga hafa því eflaust fálkar flutzt frá Íslandi til


[1] Topographia Hiberniæ I. cap. XII. Th. Thoroddsen:
Oversigt over de islandske Vulkaners Historie 1882, bls. 130-31.
[2] Biskupasögur I., bls. 70.
[3] Finnur Jónsson: Historia ecclesiastica II., bls. 15. Sbr.
Biskupasögur I., bls. 713, 718, 720, 737-38. Dipl. Island. II., bls.
151, 161. Opt á 13. öld er getið um fálka, sem sendir voru til
Englands frá Noregi, og hafa sumir þeirra eflaust verið frá Íslandi,
sbr. Rotuli litterarum clausarum in turri Londinensi asservati,
accurante Th. D. Hardy. London 1833-44. Fol. Vol. I-II.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free