- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
65

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Englands, eins og Gerald de Barry segir. Það, sem G.
de Barry segir um eldingarnar, er alveg rétt; þær eru
sjaldgæfari á Íslandi en í öðrum nálægum löndum. Það
er ekki ómögulegt, að Giraldus hafi einhversstaðar haft
tal af Íslendingum, því samgöngur voru í þá daga tíðar
milli landanna; ýmsir Íslendingar voru á þeim tímum við
nám í Englandi og Frakklandi, en svo mátti heita á
dögum Hinriks annars, að bæði þau lönd væri undir einum
konungi. Jón Ögmundsson og Sæmundur fróði höfðu
dvalið í París nokkru fyrir daga Giraldusar, og Þorlákur
helgi var við nám í Lincoln, skömmu áður en Gerald de
Barry settist þar að. [1]

Saxo grammaticus lýsir Íslandi í Danmerkursögu
sinni; þar segir svo: »Vestur frá Noregi liggur ey, sem
kölluð er Ísey, og er hún umkringd af hinum mikla
útsæ á alla vegu; þar hafa menn búið mjög lengi, og er
landið frægt fyrir furðuverk, er lýsa sér í ótrúlegum
hlutum og óvanalegum viðburðum. Þar er uppspretta, sem
breytir upphaflegu eðli hvers hlutar með eyðandi afli
rjúkandi vatns, því allt það, sem þessa gufu leggur á,
breytist svo, að það verður hart eins og steinn. Hvert
þetta er fremur furðuverk en hætta, það er efasamt, þar
sem hið mjúka rennandi vatn hefir svo mikinn stríðleik
í sér fólginn, að það breytir snögglega hverju því, sem
að því er borið, og gufuna af því leggur um, í stein,
þannig að mynd þess að eins helzt. Á sama stað er sagt,
að séu margar fleiri uppsprettur, sem ýmist aukast af
hinu vaxandi vatnsmegni, flóa út úr vatnsþrónum og
kasta óteljandi dropum í lopt upp, eða sogast niður í hin
djúpu fylgsni neðar í jörðunni, svo að þær varla sjást
neðst niðri, þegar aflið fer úr gosbununum. Af þessu
leiðir, að þegar uppspretturnar gjósa upp, sletta þær


[1] I þá daga gengu og verzlunarskip milli landanna; það sézt
meðal annars af bréfi Hinriks konungs þriðja 23. ágúst 1224 til
valdsmannsins í Yarmouth, þar sem bann skipar honum aö láta
laus skip frá Íslandi og ýmsum öðrum löndum. Ísl. Fornbréfas. I.,
bls. 481-82.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free