- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
66

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

hvítu vatnslöðri á allt, sem er í nánd, en þegar þær tæmast,
þá er ekkert auga svo hvasst, að það geti greint
þær. Á þessari ey er fjall, sem líkist sólinni(?) í sífelldum
ólgandi bruna og heldur við eilífu báli með ævarandi
eldgosum. Þetta er jafn-undarlegt og hið fyrgreinda, að
land, sem liggur undir hinu kaldasta himinbelti, skuli
vera svo auðugt af sterkum hitakröptum, að það veitir
eilífum eldum leyndardómsfulla næringu, og gefur þeim
eilíft eldsneyti til þess að við halda brunanum. Á
vissum og ákveðnum tímum rekur einnig óendanlega mikinn
ís að þessari eyju, og þegar hann kemur og tekur fyrst
að rekast á hina hrufóttu kletta, þá heyrast drynjandi
hljóð utan af djúpinu, og margvíslegir brestir með
óvanalegu ópi, rétt eins og klettarnir öskruðu við. Þess vegna
hafa menn ætlað, að sálir þær, sem dæmdar hafa verið
í refsingar fyrir brotlegan lifnað, taki þar út hegningu fyrir
illgjörðir sínar í hinu mikla frosti. Ef lítill partur af þessum
mikla ís er höggvinn frá, þá slitnar hann frá landi eins og
aðalísinn, sem um var getið, með hversu sterkum böndum,
sem hann er bundinn, og halda honum hvorki lokur né
gæzla. Hugurinn verður fullur af undrun og forviða á
því, að hlutur, læstur órjúfandi lokum og luktur í
margfalda fjötraflækju, skuli fylgja þannig ísnum, sem hann
áður var partur af, þegar ísinn fer burtu, svo að hann
blekkir alla kostgæfni gæzlunnar með nauðsyn óhjákvæmilegs
flótta. Þar er einnig önnur ístegund, sem liggur á
milli fjallshryggja og kletta, og ber mönnum saman um
það, að ístegund þessi skipti um legu sína á víxl eptir
vissu lögmáli með nokkurs konar snúningshreyfingu,
þannig, að hið efra kastast niður til hins neðsta, og hið neðsta
aptur hverfur upp á yfirborðið. Til sannindamerkis um
þetta er það sagt, að sumir menn hafi fallið í gjár og
djúp gapandi sprungna, sem urðu á vegi þeirra, er þeir
fóru yfir ísfláka, og hafi þeir nokkru síðar fundizt dauðir,
án þess að nokkur rifa á ísnum gnæfði upp yfir þá. Þess
vegna eru margir vanir að álíta, að hin djúpa ísgjá
hverfist um og gefi þá frá sér síðar meir, sem hún hefir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free