- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
70

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

lit og smekk eins og öl, og hressir þá sem drekka, en
gerir þá naumlega ölglaða. Ekki segist höfundurinn
vilja leiða hjá sér að tala um viðburði, sem gjörzt hafi á
hans tíma, að hafið hafi á þriggja mílna svæði ólgað og
soðið eins og i potti, en jörðin hafi opnazt og kastað fram
úr undirdjúpunum eldlegum gufum og myndað stórt fjall
upp úr sjónum. Bók þessi er líklega rituð um 1230. [1]
Það er ekkert undarlegt, þó höfundurinn tali um eldgos
á mararbotni, því einmitt á 13. öldinni gaus hvað eptir
annað fyrir utan Reykjanes, t. d. 1211, 1226, 1231, 1238
og 1240; hér er ef til vill átt við gosið 1211, því þá
skaut upp landi fyrir utan Reykjanes; »þá fann Sörli
Kolsson Eldeyjar«, segja Konungsannáll og Skálholtsannáll. [2]
Um eldgos í sjónum hjá Íslandi er líka talað í
»Chronicon de Lanercost«; þar er sagt, að Vilhjálmur
Orkneyjabiskup hafi 1275 sagt frá eldgosum á Islandi.
Þar segir svo: »Um sama leyti (1275) dvaldi Viihjálmur
Orkneyingabiskup, heiðvirður maður og elskur að
bókmenntum, hjá Hertepol á Engiandi; [3] hann sagði frá mörgu
undarlegu um eyjar þær, er teljast undir Noreg, og set
eg sumt hér til minnis. Sagði hann, að sjórinn brynni
á einum stað við Ísland um mílu vegar og þar yrði eptir
svartur vikur og óhreinn. Annarsstaðar gýs eldur úr
jörðu á vissum tímum, sjöunda eða fimmta hvert ár, og
brennir þegar minnst varir bæi og allt, er fyrir verður,
og eigi er hægt að slökkva þennan eld eða hrekja hann
á braut, nema með vígðu vatni, sem helgað hefir verið
með prestshendi. Hann sagði og það, sem er enn þá


[1] Symbolæ ad historiam antiquiorem rerum Norvegicarum,
Ed. P. Á. Munch. Christianiæ 1850. 4to, bls. 7—8. Sbr. G. Storm:
Monum. hist. Norvegiæ. Chria 1880. Sophus Bugge:
Bemærkninger om den i Skotland fundne latinske Norges Krönike (Aarb.
f. nord. Oldk. 1873. bls. 37).
[2] Islandske Annaler indtil 1578. Udg. af G. Storm. Kria 1888,
bls. 123 og 182.
[3] Hartlepool er bær í Durhamshire á Englandi; þar kölluðu
fornmenn Hjartapoll, sbr. Fornmannasögur VII., bls. 235—236.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0084.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free