- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
73

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

hörund sem munngát; fleiri eru ölkelldur á því landí en
ein, er ölkelldur eru kallaðar. En þó er sú ein bezt, er
og frægust af öllum, og liggur sú í dal þeim, er heitir
Hítárdalur. [1] Svo er sagt af þeirri kelldu eður vatni því
er þar er í, at þat er dámat álíkt munngáti og til gnots
at drekka og þat er mælt, at þat fái svo nockut á mann
ef þat er svo mjög druckit. En ef menn gjöra hús um
kellduna þá hverfur hún burt úr húsinu og brestur upp
fyrir utan húsið. Svo er og sagt at menn megi þar af
drecka við kellduna slíkt hver vill, en ef þeir fýsast burt
at hafa með sér, þá dofnar þat skjótt, og er þat þá eigi
betra enn annat vatn eður þaðan af verra». Þessar
frásagnir um hvera og ölkeldur eru svo að segja alveg
réttar og miklu betri en búast mætti við svo snemma á
öldum. Höfundurinn talar líka um rauða, og segir að hann
sé mikill á Íslandi og segir þjóðsögu um rauða-undur, að
málmurinn hverfi úr einum stað í annan, svo menn finni
hann ekki.

Höfundurinn talar um loptslag á Íslandi, og segir, að
Ísland taki mikinn kulda frá Grænlandi og hafi lítinn
hita frá sólunni, og þvi séu þar svo miklir jöklar á
fjöllum; hann segir líka frá jökulám og segir svo: »Þar eru
og köld vötn þau er falla undan jöklum svo stór at berg og
jörð er hjá liggur þá skjálfa fyrir þær sakir, at vatnið
fellur svo strítt og með svo stórum fossum, at bergin
skjálfa fyrir ofureflis sakir og stríðleiks; eigi mega menn
til ganga at forvitnast á þá árbakka nema löng reip hafi
og sé borinn á þá menn er til vilja forvitnast at sjá, og
siti hinir fjari er gæta reipsins, svo at þeir eigi kost at
draga þá þegar aptur til sín þegar stríðleiki vatnsins
ærir þá«. [2] Menn halda að Konungsskuggsjá sé rituð í
Noregi á árunum 1230—1250.


[1] Nú er ölkelda þessi fyrir löngu horfin.
[2] Speculum regale. Ed. O. Brenner. München 1881, bls. 27—35,
Christiania 1848, bls. 33—38.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free