- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
78

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

vatninu er veitt þangað; annars er kuldinn og snjórinn
fjarskalegur, af því klaustrið er svo norðarlega; margt
fleira segir hann um munkana og lifnað þeirra. Íbúarnir
þar í landi trúa á munkana eins og guði; en þeir eru
sjálfir lítt siðaðir og búa í uppmjóum kofum; þeir hafa
húðkeipa, sem eru mjóir í báða enda; yfir höfuð að tala,
lýsir Nicolo mönnum þessum alveg eins og Skrælingjar
eru á Grænlandi. Nicolo þoldi ekki kuldann þar nyrðra,
og varð að snúa aptur til Frislanda og dó litlu síðar.
Antonio langaði nú til að snúa aptur heim til Venedig,
en Zichmni vildi ekki sleppa honum, af því Antonio var
fyrirtaks sjómaður, svo hann varð að ílengjast í Frislanda,
þó honum væri það móti skapi.

Fiskimenn nokkrir frá Frislanda höfðu fundið stór
og mikil lönd í vestri; þeir höfðu brotið skip sitt hjá
ókunnu landi, sem kallað var Estotilanda. Þeir voru fluttir
til skrautlegrar borgar og leiddir fyrir konung; enginn
skildi mál þeirra nema einn latínumaður, er fyrrum hafði
brotið þar skip sitt; Fríslendingar settust þar að og dvöldu
þar í 5 ár. Land þetta var litlu minna en Ísland, og á
því miðju var hátt fjall; þar spretta upp fjögur fljót;
landið er mjög frjósamt og auðugt; þar eru stórir skógar
og gnægð gulis og nóg af öllu, sem menn þurfa. Ibúarnir
á Estotilanda verzla við íbúana í Engroneland og
fá þaðan skinnavöru, brennistein og bik. Konungurinn
sendi Fríslendinga seinna í annað land sunnar, er heitir
Drogio, og þar brutu þeir aptur skip sitt; þar búa
mannætur, og átu þeir marga af þeim fjelögum, en einn þeirra
frelsaði líf sitt með því, að kenna íbúunum að ríða net
og veiða fiska, því að það kunnu þeir ekki áður.
Fríslendingurinn hraktist þar nú á milli margra höfðingja,
sem allir vildu læra af honum, og var hann þar í 13 ár.
Segir hann, að landið sé ákaflega stórt, eins og heill nýr
heimur. Íbúarnir eru villtir og ganga berir, þó þar sé
æðikalt. Enn þá sunnar búa þjóðir, sem hafa meiri menntun;
þar eru bæir og musteri og mannfórnir alltíðar. Frá
þessu landi komst Fríslendingurinn eptir langa mæðu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free