- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
79

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

aptur til Estotilanda; þar var hann um tíma í kaupferðum;
byggði sér hafskip og komst á því heim til Fríslanda
eptir langa og harða útivist. Um þessar ferðir og
hrakninga fiskimannsins ritaði Antonio Carlo bróður
sínum bréf. Zichmni bjó nú út flota til landaleita, og átti
fiskimaðurinn viðförli að vera leiðsögumaður; en hann dó
rétt áður en skipin lögðu út; engu að síður hélt flotinn
á stað, en varð fyrir miklum stormum og hraktist hann
svo til eyjarinnar Icaríu; þar áttu þeir ýmsa bardaga
og gekk ýmsum betur; ekki skildu Fríslendingar mál
eyjarskeggja nema eins, sem ættaður var frá Íslandi.
Frá Icaríu hröktust þeir Antonio og hans félagar enn um
hafið töluvert; þeir fundu enn þá eina ókunna eyju og
stofnuðu þar nýlendu, en skömmu seinna sneri Antonio
heimleiðis, sigldi fram hjá Islandi og komst síðan
klaklaust til Fríslands.

Nicolo Zeno hinn yngri hefir gefið út þenna bækling,
hálfri annari öld eptir að þessir viðburðir gjörðust; segir
hann, að frásögnin sé tekin eptir bréfum, sem Antonio
skrifaði Carlo bróður sínum; Nicolo segist hafa haft bók
um þessar ferðir og mörg skjöl önnur milli handa, þegar
hann var á barnsaldri, en segist hafa rifið það allt
sundur að gamni sínu og skemmt það, eins og börnum er títt.
Þenna bækling hefir hann síðan sett saman eptir minni,
til þess að vitneskjan um þessar ferðir ekki skyldi líða
undir lok. Bókinni fylgir uppdráttur af norðurhöfunum
og löndunum þar í kring; segir Nicolo, að hann sé gjörður
eptir hálffúnum uppdrætti eptir Antonio Zeno, sem
hann segist hafa endurbætt [1].



[1] Frumrit bókarinnar heitir svo: De i commentarii del
Viaggio in Persia di M. Caterino Zeno il K .... et dello scoprimento
dell’ Isole Frislanda, Eslanda, Engrouelanda, Estotilanda, & Icaria,
fatto sotto il Polo Artico, da due fratelli Zeni. M. Nicolò il K. e.
M. Antonio .... con un disegno particolare di tutte le dette parte
di Tramontana da lor. scoperte. In Venetia per Francesco Marcolini
MDLVIII. Það sem snertir norðurferðirnir hefir A. E. Nordenskiøld
lagt út í bók sinni: Studier och Forskningar. Om bröderna
Zenos resor. Stockholm 1883, bls. 6—20 og eins I. H. Bredsdorff í
Brödrene Zenos Reiser. Grönlands hist. Mindesm. III., bls. 529—624.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free