- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
81

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Nýlega hefir O. Brenner í München fundið merkilegan
uppdrátt af Norðurlöndum eptir Olaus Magnus erkibiskup,
og hefir hann verið gjörður 1539; þessi fundur breytir
fullkomlega skoðun manna í þessu efni, því nú sést, að
uppdrátturinn, sem fylgir Zeni ferðinni, er miklu yngri
en menn áður héldu, því nær eingöngu gerður eptir
uppdrætti Olavusar Magnusar, en bætt inn í ýmsum
vitleysum, til þess að sanna skrumið og skröksögurnar í
ferðabók Zeníanna. Zení-ritið, og einkum uppdráttur þeirra,
hefir haft mjög mikil áhrif á landfræðinga um seinni hluta
16. aldar, því þeir þekktu ekki frumrit Olavusar Magnusar,
en trúðu Zeníbræðrum; hefir rit þeirra verið
þýðingarmikið í landfræðissögunni, því það hefir verið
undirrót alls konar villu. Skal seinna getið dálítið nánar
um Zeníkortið, þegar vjer tölum um rit Olavusar Magnusar.
Eptir nýjustu rannsóknum er það skoðun manna,
að ferðasaga Zeníanna sé byggð á frásögum um ferðaflakk
eins eða tveggja þeirra bræðra um Ermarsund og suðurhluta
Englands; svo hefir verið bætt inn í ýmsum sögum
úr ferðaritum Columbusar og annara ferðamanna, er uppi
voru um byrjun 16. aldar, og svo hefir útgefandinn reynt
að samrýma allt ruglið við landsuppdrátt Olavusar
Magnusar. [1]

Eigi alls fyrir löngu (1881) var í fyrsta sinn eptir
handriti í Wien gefin út stutt ferðasaga eptir grískan
mann, Laskaris Kananos (Δάσκαρις ὅ Κανανός), sem
ferðaðist um Norðurlönd á miðöldunum; útgefandinn, S. P.
Lambros heldur, að Kananos hafi verið á ferðinni
einhvern tíma á árunum 1397—1448, en aðrir halda, að
hann hafi ferðazt seint á 15. öld. Í þessari ferðasögu er
Ísland kallað »Fiskætueyjan« (νῆσος Ἰχθυοφάγων), og er
talin sama eyjan og Thule. »Þar var«, segir hann, »sex
mánaða dagur frá vorbyrjun til haustjafndægra. Eg fór
frá Englandi til þessarar eyjar, og var vegalengdin 1000


[1] Geografisk Tidskrift XI., bls. 4—6, 108—109.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free