- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
82

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

mílur; [1] eg dvaldi þar 24 daga. Þar sá eg kröptuga og
sterka menn; matur þeirra var fiskur, brauð þeirra fiskur
og drykkur þeirra vatn. Síðan sneri eg aptur til Englands«. [2]

Frá 14. og 15. öld eru til enn þá fleiri sagnir um
ferðir í norðurhöfum, blandaðar forneskju og hindurvitnum,
og er litið á þeim að græða; þannig er sagt um
munk nokkurn, Nicólas de Linne, að hann hafi farið 1360
frá Linne (Kings-Lynn í Norfolk) á 14 dögum til Íslands
og svo norður um höf, og urðu þar fyrir honum alls konar
undur og kynjar. Er þar sagt, að þá þegar hafi
verzlunarferðir frá Englandi verið algengar til Íslands. [3] Hinn
spænski rithöfundur Gomera talar fyrst (1553) um ferðamann,
er hét Jóhannes Skolvus, er átti að hafa farið til
Labrador á 15. öld, og segir hann hafi verið frá Noregi;
sama nafnið kemur fyrir á landabréfum frá 16. öld, og
einn rithöfundur frá þeirri öld (Wytfliet 1598) segir, að
Skolvus hafi siglt 1476 hinum megin við Noreg, Grænland
og Frísland, komizt inn í hin norðlægu sund undir
heimsskautsbaugi, og farið svo til Labrador og
Estotilanda. Seinna kallar annar höfundur (Georg Horn 1671)
manninn Jóhannes Scolnus, og segir hann hafi verið frá
Pólen, og hafi hann að undirlagi Christians konungs í
Danmörku 1476 farið til Labrador. [4] Á þessu rugli er
ekkert hægt að græða, enda hafa menn ekkert með sanni
getað sagt um mann þennan, en ýmsir hafa reynt á honum
getspeki sína. Lelewel heldur, að hann hafi verið
frá Pólen og heitið Szkolny; G. Storm heldur hann hafi
verið norskur og hafi verið með þeim Pining og Pothorst,


[1] Það er óvíst, hvort höfundurinn hér á við ítalskar mílur
(1000 faðmar) eða grískar (750 faðmar).
[2] Ymer. Stockholm 1891 XI., bls, 67—68.
[3] C. C. Zahrtmann: Bemærkninger om Zeniernes Reiser i
Norden. Nord. Tidskr. f. Oldk. II., bls. 26. B. F. de Costa:
Inventio fortunata. Bull. of the American Geogr. Society.
New-York 1881.
[4] G. Storm: Johannes Skolvus. Norsk Hist. Tidsskrift. 2. R.
V., bls. 385—400.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free