- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
83

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

sem að sögn Olavusar Magnusar voru víkingar og höfðu
aðsetur sitt á Hvítserk milli Íslands og Grænlands; en
allt eru þetta eintómar getgátur, sem ekki er sjáanlegt,
að hafi við neitt að styðjast. Eg hefi hér að eins nefnt
þessar sagnir, til þess að sýna, hve fregnirnar á
miðöldunum um hin norðlægu lönd eru ruglingslegar, sem
eðlilegt var, þegar þær ekki voru byggðar á öðru en
munnmælum og skröksögum, og skrásettar af erlendum
höfundum, er lítið eða ekkert skynbragð báru á
landaskipun Norðurlanda.

7. Ísland á landabréfum miðaldanna.



Framan af miðöldunum voru landsuppdrættir kristinna
manna í Európu mjög lélegir og lítilfjörlegir. Sumir
lærðir menn voru í efa um, hvort þeir ætti heldur að
draga upp kringlótta jörð eða ferhyrnda; þó voru fleiri
á því að gera uppdrættina kringlótta, af því ritningin
talar um kringlu jarðarinnar. Hinn heilagi Augustínus
sagði, að kringla jarðarinnar skiptist í tvennt;
austurhelmingurinn væri Asía, en á vesturhelmingnum Európa
og Africa; þessu trúðu menn fastlega og gerðu uppdrættina
eptir því. Þess konar uppdrættir eru algengir í
gömlum handritum; þeir eru eins og kringla, úthafið
hringinn í kring og Jórsalir í miðju; álfurnar takmarkast af
beinum strykum; strandalagið var sjaldan sýnt, hvað þá
heldur landslag eða því um líkt; opt létu menn sér nægja
með að skrifa upp nöfn landa og þjóða eptir þeirri
afstöðu, sem menn hugðu að væri rétt, án þess að löndum
eða höfum væri nokkur takmörk sett. Hinir fornu íslenzku
heims-uppdrættir, sem áður hafa verið nefndir,
eru gerðir eptir þessum hugmyndum. Þessu lík er
frásögnin í Rymbeglu; þar segir svo meðal annars:
»Quadrantur jarðar sá, sem stjörnubókarmenn prófa með
sólargang, er gjörr í líking þess fjórðungs jarðar, er liggur frá
miðju meginhafi og norður undir leiðarstjörnu; inn syðri
lutur þess fjòrðungs er óbygður fyrer sólarhita, en hinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free