- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
84

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

nyrðri er og óbygður fyrir kulda sakir, en þar á mille
er vor byggeleg hálfa, sú er menn hafa tíðindi af. Svo
seigir Macrobius at meginhafit gyrde um jörðina miðja af
austri til vesturs, og rettir arma sína af austri og vestri,
þá sem metast fyrer norðann og sunnann jörðina. Svo
sker hafit í sundur jörðina í iv fjordunga, og er einn
fjorðungur af þeim sá, er vér bvggjum, sem fyrr var
sagt, en aðrir þrír megu óbyggilegir vera fyrer hita sakir
og kullda; enn fyrir sakir meginhafsins torfæru megu
vær þar engi tíðendi af hafa. Þat er og sögn sumra
manna, at hafit sé fullt af eilyfum ísi norður fra oss undir
leiðarstjörnu, þar sem metast armar úthafsins«. [1] o. s. frv.
Landabréfin voru framan af miðöldunum stórum lakari
en uppdrættir Forngrikkja og Rómverja, og benda á beina
apturför í þekkingunni.

Framfarirnar í landmælingu og landauppdrætti eru sára
litlar þangað til í byrjun 14. aldar; þá verða landsuppdrættir
allt í einu miklu betri en áður, og er sú eðlileg
orsök til þess, að menn voru þá almennt farnir að nota
segulnálar og leiðarsteina, gátu nú betur áttað sig á
höfum og gjört nákvæmari uppdrætti af ströndunum. Landabréf,
sem til eru frá þeim tímum, eru ætluð fyrir farmenn
og eru alþakin kompásstrykum, sem ganga eins og köngurlóarvefur
um allan uppdráttinn; sjómenn létu áttavitann
á einhverja rósina í uppdrættinum, og sáu svo, hverja
stefnu þeir áttu að hafa; aptur réðu þeir það af
styrkleika vindsins, hve langt þeir komust áfram, og voru
furðu leiknir í því að gizka á, hve fjarlægðirnar væri
miklar. [2] Ítalir og Katalanar (sjómenn frá Baleareyjum)
voru hinir fyrstu, er gjörðu þess konar uppdrætti og af
þeim lærðu Portúgalsmenn og Spánverjar. Uppdrættir
þessir eru sumir hverjir furðu nákvæmir, einkum að því


[1] Rymbegla. Havniæ 1780, bls. 464—66.
[2] Allt fram á 16. öld gizkuðu menn á vegalengdirnar, er skipin
fóru, en þá fundu menn »log«-línur og mældu með þeim hraða
skipsins; þær voru fyrst notaðar 1577 (O. Peschel: Abhandlungen
zur Erd- und Völkerkunde. Leipzig 1877. I., bls. 361).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free