- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
88

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

aðrir fornir landfræðingar fóru optast svo að finna
lengdarstigin, að þeir reiknuðu lengd ókunnra staða af
þekktum stöðum; þeir ákvörðuðu t. d. fyrst breidd þriggja staða
og voru tveir þeirra undir sama hádegisbaugi; nú fengu
þeir hjá ferðamönnum að vita vegalengdina milli staðanna
og reiknuðu svo þríhyrninginn og fundu svo lengdarmismun
þriðja staðarins, og svo koll af kolli. Af þvi
menn gátu ekki nákvæmlega mælt vegalengdir, þá varð
þetta mjög ónákvæmt, enda gekk það mjög illa fram
eptir öllum öldum, að gjöra nákvæmar lengda-ákvarðanir. [1]



[1] Menn vissu það mjög snemma í fornöld, að það mátti reikna
hádegismismun staða af tunglmyrkvum; þó voru tímaákvarðanirnar og
rannsóknirnar svo ónákvæmar, að þetta varð eigi að miklu gagni;
Ptolemeus reiknaði þó út lengdamismun Kartagóborgar og Arbela
eptir tunglmyrkvanum, sem varð 331 f. Kr. og varð það eigi fjarri
sanni (K. Mannert: Geographie d. Griechen und Römer. 2. Aufl. I.,
bls. 139—44). Arabar, sem voru svo framúrskarandi í stærðafræði
og stjörnulist, gjörðu margar endurbætur, er snertu mælingar og
ákvarðanir staða (sbr. Lelewel: Géograpbie du moyen age. Atlas
bls. 1—16). Kristnir vísindamenn á 12. og 13. öld lærðu svo af
Aröbum stjörnufræði og mælingar. Þó bafði þetta litla praktiska
þýðingu; þó vísindamennirnir væru að mörgu fróðir, þá höfðu
sjómenn og ferðamenn lítil not af því; þeir urðu að gizka á
lengdarstigin eptir hraða skipsins o. s. frv. Einstöku menn reyndu þó að
mæla hádegisbauga eptir tunglmyrkvum, t. d. Columbus; hann reiknaði
fyrstur lengdarstig i Ameríku (á suðausturoddanum á Haiti)
eptir tunglmyrkva 14. sept. 1494; en þó varð skekkjan svo mikil,
að hann setti Haiti 23 mælistigum vestar en vera átti; menn vantaði
í þá daga bæði góð verkfæri og nægilega þekkingu. Á 16. öld
fóru menn að reikna lengdir eptir tunglfjarlægðum (frá sól eða
fastastjörnum), en þó varð það heldur ekki nákvæmt fyrr en löngu
seinna. Cook var hinn fyrsti, er notaði þessa aðferð til muna á
sjó. Eptir að Galilei fann Jupiterstunglin, notuðu stjörnufræðingar
þau til lengdamælinga, en það varð til lítils gagns fyrir farmenn.
Gemma Frisius stakk fyrstur upp á því 1530, að nota sigurverk til
lengdamælinga, en það kom að litlum notum iengi fram eptir
öldum, því menn gátu ekki smíðað nógu nákvæmar klukkur; gangurinn
var of óreglulegur; á seinni hluta 18. aldar fóru menn fyrst að
geta gjört svo góðar stuudaklukkur (Kronometra), að þær voru
fullnægjandi til lengdamælinga; nú eru þær notaðar á flestum skipum.
Nú á dögum má búa til svo nákvæmar klukkur, að þeim munar
ekki meir en 6—9 sekundum á mánuði. Nákvæmar lengdaákvarðanir
hafa því ekki verið gjörðar svo neinu munaði fvrr en á þessari öld,
og því var lega margra staba á jarðarhnettinum mjög á reiki á
landabréfum, jafnvel þó staðirnir væru vel kunnir. Fyrir fáum
árum fundu menn, að lengdarstig Revkjavíkur var ekki réttara en
svo, að munaði 5′ 15″; þar af leiðir, að landið allt verður að
færast 5′ 15″ til vesturs. Sbr. Geografisk Tidskrift 1882. IV., bls. 111.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free