- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
89

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Breiddarstigin eru hjá Ptolemeusi nærri lagi, en lengdirnar
mjög skakkar; Ptolemeus sagði t. d., að lengd Miðjarðarhafsins
frá botni Iskanderuns-flóans til Gibraltar væri
62° í stað 41° 41′; á uppdráttum Araba er lengd þess um
52°. Agathodæmon frá Alexandríu gjörði uppdrætti þá,
sem síðan hafa fylgt landafræði Ptolemeusar [1]. Um miðju
15. aldar fóru fræðimenn í Európu almennt að nota
landafræði Ptolemeusar, en þó komu framan af að eins
út latneskar útleggingar. Menn vita ekki með vissu, hvenær
landafræði Ptolemeusar var fyrst prentuð, líklega
ekki fyrr en 1475; ein hin frægasta af fyrstu útgáfunum
var gefin út af Nicolaus Donis frá Reichenbach í Baiern
1482, en hún var albúin til prentunar 1471; fyrsta gríska
útgáfan var prentuð í Basel 1533, og hafði Erasmus frá
Rotterdam séð um útgáfuna. [2]

Eptir að rit Ptoleraeusar var orðið kunnugt, fór
landafræðin smátt og smátt að komast á réttan rekspöl,
og fer nú allt af stöðugt fram, einkum eptir fund Ameríku,
því þá varð sjóndeildarhringurinn stærri og framkvæmdirnar
meiri; Európa öll vaknaði úr dái; landaþekkingin
eykst, staða-ákvarðanir verða betri og uppdrættirnir batna
smátt og smátt, þó langt sé að bíða, þangað til að
útjaðrar jarðarinnar verða svo kunnir fræðimönnum í
Suður-Európu, að þeir geta tilbúið þolanlega uppdrætti af
löndum þeira, sem þar liggja. Á 14. og 15. öld voru


[1] Agathodæmon þessi hefir líklega gjört uppdrætti sína eptir
fyrirsögn Ptolemeusar sjálfs. Sumir halda þó, að þessi fræðimaður
hafi ekki verið uppi fyrr en á 5. öld, en þá hefir hann eflaust
orðið að nota landabréf, sem Ptolemeus hefir sjálfur gjört (A.
Forbiger:
Handbuch der alten Geographie. Leipzig 1842. I., bls. 411).

[2] J. Lelewel: Géographie du moyen age II., bls. 207—209.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free