- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
90

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Ítalir öllum fremri í »korta«-gjörð, einkum þó
Venezíumenn; í Venedig voru á þeim tímum aðalheimkynni
verzlunar og vísinda, lista og auðlegðar; þar voru beztu
sjómennirnir og víðförlustu farmennirnar; þar voru
framúrskarandi listamenn og nafntogaðir skrifarar, er prýddu
handritin og landabréfin með ótal litmyndum og rósahnútum;
á landabréfum frá þeim tímum eru margs konar
myndir af mönnum og skepnum, konungum og skrýmslum,
borgum og bæjum; mörg af þessum landabréfum eru
mestu listaverk, pentuð alls konar litum, með gyltum og
silfruðum stöfum o. s. frv. Í Venedig eru enn þá geymd
mörg hin fegurstu og merkilegustu landabréf, sem til eru
frá miðöldunum; þau eru til sýnis í Doge-höllinni. Á
fyrri hluta 16. aldar urðu Portúgalsmenn og Spánverjar
einna fremstir í þessari grein, enda var það eðlilegt
sökum siglinganna til hins nýja heims og Indlands; á 17.
öldinni tóku Hollendingar við; framför landabréfanna
fylgir siglingunum og framförum listanna. Framan af voru
landabréfín ónákvæm, af því eigi var tekið nægilegt
tillit til kúlu-yfirborðs jarðarinnar, en Gerhard Mercator
(Kremer) 1512—1594, og ýmsir aðrir þýzkir stærðfræðingar,
endurbættu þetta stórum, og komu því lagi á stiganet
landabréfanna, sem reglur stærðfræðinnar heimta, og hafa
litlar breytingar eða endurbætur orðið á þvi síðan.

Vér höfum hér farið nokkrum orðum um landabréf,
mælingar og almenna landaþekkingu manna á miðöldunum,
og snúum oss nú að því einstaka, að skoða
landsuppdrætti miðaldanna, að því er Ísland snertir. Ekki má
búast við nákvæmum uppdráttum af Íslandi á hinum
fyrstu kringludráttum í handritum miðaldanna. Á
þesskonar uppdrætti í handriti í Turin frá 12. öld er
útsærinn dreginn hringinn í kring um jarðarkringluna, og í
útsænum fyrir utan Európu eru eyjarnar Scotia, Britannia
og Tile, allar ferhyrndar og eins í laginu. [1] Likt er á[1] A. E. Nordenskiöld: Vegas färd kring Asien och Europa.
Stockholm 1881. II., bls. 154.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free