- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
91

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

fleiri uppdráttum frá þeim tímum. Fyrsti uppdráttur,
sem getur Íslands með réttu nafni, er engilsaxneskur
uppdráttur frá 10. öld; uppdráttur þessi er geymdur í British
Museum; hann er mjög afskræmislegur að mörgu leyti;
Eystrasalt og Skandínavíunesið vantar gjörsamlega, en
ýms norræn héraðanöfn eru sett á norðvesturjaðar Európu,
og þar fyrir utan í útsænum er stór eyja aflöng, og á
austurenda hennar stendur nafnið Ísland, alveg rétt
skrifað; eyjan er mikiu mjórri í vesturendann og liggur beint
austur af Orkneyjum. Á kringludrætti Ranulfus de
Hyggeden
1360 er sett stór eyja í útsænum fyrir utan
Rínarmynni og á henni standa nöfnin Noravega og Islanda,
og sýnir þetta bezt, hvað menn lengi fram eptir öldum
hafa haft rammskakka hugmynd um legu landanna.
Ranulfus Higden ritaði bók, sem heitir »Polychronicon«;
i henni er þessi uppdráttur; hann tekur í bók sína
lýsingu Giraldus Cambrensis af Íslandi. [1]

Eptir að menn fara að gjöra »kompáskort« í byrjun
14. aldar, batna uppdrættirnir stórum. Einn af hinum
elztu heimsuppdráttum, sem gjörður er eptir segulstefnu,
er uppdráttur eptir Marino Sanuto; hann var uppi í
Venedig í byrjun 14. aldar og hefir liklega gjört uppdrátt sinn
um 1320. M. Sanuto hafði farið viða um Austurlönd;
hann ritaði bók um það, hvernig ætti að lama veldi
Múhameðsmanna á Egyptalandi, og réð til að stöðva alla
verzlun fyrir botni Miðjarðarhafsins og láta herskip hindra
þar allar samgöngur, svo Indlandsverzlunin, er soldánar
á Egyptalandi höfðu svo mikinn ágóða af, drægist frá
Rauðahafinu til Persaflóans og þaðan yfir Svartahafið til
Európu; þetta rit sendi hann konungum og stórhöfðingjum
í Európu og gjörði um leið landabréf af hinum kunna
heimi bókinni til skýringar. [2] Menn höfðu í suðurlöndum
lengi þá skoðun, að Norðurlönd væri eintómar eyjar. Á


[1] J. Lelewel: Géographie du moyen age II., bls. 14-15. B. F.
de Costa
: Inventio Fortunata. Journal of tbe American
Geographical society. New-York 1881. Vol. XII.
[2] O. Peschel: Geschichte der Erdkunde 1865, bls. 191.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0105.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free