- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
92

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

uppdrætti Sanutos er Eystrasalt nokkurn veginn á réttura
stað, en úr því ganga þrjú sund út í úthafið, og
Skandinavia skiptist í tvær stórar eyjar og margar smærri;
Danmörk (Dacia og Dana) er langur, skörðóttur skagi,
sem takmarkar Eystrasalt að miklu leyti að vestan; þar
norður af kemur eyjan Scania og þar norður af minni
eyja aflöng frá norðri til suðurs, og heitir Ysland; fyrir
austan Ísland eru 4 smáeyjar, en til norðurs og austurs
þaðan er langur og mjór skagi út úr meginlandinu. Eitt
af hinum merkilegustu landabréfum frá 14. öld er
»Catalaniska kortið;« það hefir verið gjört 1375; nafn
höfundarins þekkja menn ekki, en vita, að hann var skipstjóri
frá Majorka; uppdráttur þessi ber vott um mikla þekkingu,
eptir því sem þá var kostur á; höfundurinn hefir
haft töluvert mikla vitneskju um Norðurlönd; Noregr er
þar nokkurn veginn rétt settur, og eins Danmörk og
Orkneyjar, en ekki er þar Íslands getið. [1] Á landabréfi
frá 1400 eptir Hinrik Martellus gengur Grænland eins og
langur boginn hali út úr norðvesturhorni Európu fyrir
norðan Skandinavíu, og er það algeng lögun á Grænlandi
upp frá því langt fram eptir öldum; á milli Grænlands
og Noregs er eyja, sem kölluð er Sealanda, en fyrir
sunnan Noreg og norðvestan Jótlandsskaga er aflöng eyja,
sem heitir Tile. [2]

Í bókasafni í Nancy á Frakklandi er uppdráttur af
Norðurlöndum eptir Claudius Clavus; uppdráttur þessi er
gjörður 1427 og tekur hann langt fram öllum eldri
uppdráttum af Norðurlöndum, enda var höfundurinn
danskur. [3] Uppdráttur þessi fylgir latnesku handriti af
Ptolemæus, sem Guilelmus Filiastrus kardínáli (1344—1428) lét
gjöra. Uppdrátturinn er gjörður í sama stíl eins og
uppdrættir þeir, sem vanalega fylgdu landafræði


[1] S. Ruge: Geschichte des Zeitalters der Entdeckungen. 1881,
bls. 78.

[2] A. E. Nordenskiöld: Om bröderna Zenos resor., bls. 31.
[3] E. Erslev: Jylland, bls. 120—37. G. Storm: Den danske
geograf Claudius Clavus (Ymer 1891, bls. 13—37).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free