- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
94

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

landabréf. Þrjú seinustu árin, sem hann lifði, 1457—59,
gjörði hann tvo stóra uppdrætti af heiminum; annar
þeirra er enn þá geymdur í Doge-höllinni í Venedig, en
hinn gjörði Fra Mauro fyrir Alfons konung 5. í Portugal
og var sá uppdráttur aðal-leiðarvísir Portúgalsmanna, er
þeir fóru hinar fyrstu rannsóknarferðir sinar suður með
Afríku. Sá uppdráttur, sem eptir varð í Venedig, þótti
frábært listaverk og var hafður opinberlega til sýnis í
stjórnarhöllinni; stjórnin lét slá heiðurspening Fra Mauro
til lofs og dýrðar og var á honum mynd hans og orðin
»Cosmographus incomparabilis«. Þetta sýnir, hve
Venezíumenn í þá daga hafa matið landfræðisþekkinguna
mikils. [1] Uppdráttur þessi er 3 álnir á hæð og 3½ al. á
breidd; hann er dreginn fögrum litum og skrifaður gyltum
stöfum. Þó Norðurlönd á þessum uppdrætti séu miklu
betri en á sumum eldri uppdráttum, þá er þó mikilla
ábóta vant; þekkingin um Norðurlönd fluttist seint þar
suður eptir. Á uppdrætti þessum er Skandinavía eins og
nes á réttum stað með allgóðu lagi; norðvestan í Noregi
er þar breiður skagi, sem höfundurinn kallar Islanta, og
fyrir norðan Írland, litlu sunnar en suððuroddi Noregs,
er þar stór eyja í úthafinu, sem heitir Ixilandia. Líklega
bera þessi nöfn með sér einhverja óljósa hugmynd um,
Ísland, þó þekkingin hafi verið svona á reiki. [2]

Árið 1482 kemur út í Ulm útgáfa Nicolausar Donis
af landafræði Ptolomeusar; hann hafði bætt við 6 nýjum
uppdráttum og var einn þeirra af Norðurlöndum. Á þessum
uppdrætti er mynd af Íslandi í Íshafinu á 69—72° n.
br.; það er sporöskjumyndað og er lengst frá norðri til
suðurs; við vesturströndina eru 3 eyjar, 4 að austan og
2 að sunnan. Á þessum uppdrætti sjást í fyrsta sinn
nokkur nöfn önnur en sjálft nafn landsins; eiga það að


[1] C. Ritter: Geschichte der Erdkunde und der Entdeckungen.
Berlin 1861, bls. 236—237.
[2] S. Ruge: Geschichte des Zeitalters des Entdeckungen 1881,
bls. 80. A. E. Nordenskiöld: Vegas färd kring Asien och Europa.
1881 II., bls. 157.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free