- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
95

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

vera borganöfn, og standa bæirnir aliir fram með
sjónum, enginn uppi í landi; ekki er gott að sjá, hvað
nöfnin eiga að þýða; þau eru svo afbökuð; þó sjást þar
Hólar norðvestast á landinu og nyrzt og austast er Niðarós,
og hefir þar nokkuð blandazt þekkingin hjá landfræðingnum.
Á þessum uppdrætti er Grænland látið vera norður
og austur af Noregi, langt fyrir austan Grænland. A. E.
Nordenskiöld hefir sýnt fram á, að þessi lega landanna
er komin af því, að ekki var tekið tillit til skekkju
segulnálarinnar. [1]

Árið 1492 gerði Martin Behaim frá Nürnberg fyrstur
kúlumynd jarðarinnar (globus), og dró þar upp öll þau
lönd, sem þá voru kunn. Martin Behaim var mjög merkur
landfræðingur og víðförull; hann var fæddur í
Nürnberg 1459, og naut á ungum aldri (1471—75) tilsagnar
hins fræga stjörnufræðings Regiomontanus, sem þá dvaldi
í Nürnberg. Behaim fór svo í ýmsar verzlunarferðir,
fyrst til Niðurlanda og svo til Portúgal. Þá stóðu þar
sem hæst rannsóknaferðir suður með Afríku, og var
honum þar vel tekið sökum þess, hve fróður hann var í
landafræði og mælingum, og æfður í að smíða
mælingarverkfæri (astrolabia). Árið 1484 fór Diego Câo (eða
Cam) í landaleitir suður með Afríku, og fann á þeirri
ferð mynni Congofljótsins, og komst suður á 15° 40′ s.br.
Martin Behaim var fenginn tii þess af stjórninni að vera
með á rannsóknarferð þessari, til þess að annast mælingar
og landabréf. Þeir komu heim aptur eptir 19 mánaða
útivist; þótti Behaim hafa gengið svo vel fram, að
konungur sló hann til riddara. Skömmu seinna giptist
Martin Behaim dóttur landstjórans á Azoreyjum; flutti sig
þangað og dvaldi þar í mörg ár (1486—90, 1494—1506);
hann var nákunnur Columbusi og mörgum öðrum merkum
farmönnum, og af því hann var álitinn einhver hinn
fróðasti landfræðingur á þeim tímum, þá hafði hann


[1] Om bröderna Zenos resor. bls. 46. Eptirmynd af landabréfi N.
Donis er í A. E. Nordenskiöld: Vegas fard kring Asien och
Europa 1880. I.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free