- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
96

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

töluverð áhrif á ferðalög og landafundi. M. Behaim dó í
Lissabon 1506. [1] Arið 1492 kom Behaim snöggva ferð heim
til Nürnberg og endaði þar við jarðkúluna, og er hún
enn þá geymd þar, enda eru afkomendur Behaims þar
enn á lífi. Á jarðkúlunni eru öll þau lönd dregin, sem
kunn voru, áður en Ameríka fannst; þar er ritað margt
á kúluna um löndin, og meðal annars dálítil klausa um
Ísland. Ísland er þar sett norður af norðvesturhorni
Skotlands nokkru fyrir norðan heimsskautsbaug; það er
sporöskjumyndað og smáskorur inn í það hér og hvar.
Hjá landinu er skrifað á þýzku: »Á Íslandi eru fagurlega
hvítir menn, og eru þeir kristnir. Þeir eru vanir
að selja hunda sína dýrt, en börn sín gefa þeir
kaupmönnum fyrir ekkert, svo hin önnur hafi fæði. Á
Íslandi eru einnig áttræðir menn, sem aldrei hafa smakkað
brauð; þar vex ekkert korn, og í stað brauðs eta
menn þurra fiska. Á Íslandi fæst harðflskurinn, sem
fluttur er í vort land«. [2] Þetta er mergurinn úr þeirri
þekkingu, sem menn í Suður-Európu höfðu um Ísland í
þá daga; harði fiskurinn (Stockfisch) gerir landið frægt,
því það er helzta verzlunarvara, sem útlendingar sækjast
eptir, og allir þekktu hann, því hann var algengur föstumatur,
uppbleyttur og soðinn; að Íslendingar sjaldan
smakki brauð, hefir víst verið satt í þá daga, [3] enda er
það tekið upp í hverri ferðabók og lýsingu Íslands fram
eptir öllum öldum. Sagan um börnin, sem Íslendingar


[1] Sbr. A. v. Humboldt. Kritische Untersuchungen über die
Entwickelung der geographischen Kentnisse von der neuen Welt.
2. Ausg. Berlin 1852. I., bls. 220—256.
[2] Í bók S. Ruge: Zeitalter der Entdeckungen 1881. bls. 230,
er góð mynd af kúlu Behaims. Sbr. S. Günther: Martin Behaim.
1890, bls. 37—44.
[3] Eins og alkunnugt er, var kornyrkja í fornöld á Íslandi
fremur til gamans en gagns, ef svo mætti að orði kveða, og íslenzkt
mjöl var t. d. á Reykhólum haft sem hátíðamatur (Sturlunga);
útlent mjöl hefir verið dýrt og því lítið notað; í skrá um lausafé
Hólakirkju 1374 eru taldar stórmiklar matarbirgðir, en ekki nema
einir 6 fjórðungar mjöls (Ísl. Fornbréfasafn III., bls. 289).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free