- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
97

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

áttu að gefa kaupmönnum, er ótrúlegri, en hún er líklega
svo til komin, að enskir kaupmenn hafa sagt, að sér
hafi verið getin börn þau, sem þeir stundum höfðu með
sér frá Íslandi; en menn hafa sögulega vissu fyrir þvi,
að Englendingar opt tóku fullorðna menn og börn höndum,
höfðu þau síðan af landi braut og hnepptu í þrældóm. [1]
Árið 1445 er t. d. Villelmus nokkur Byggeman,
er réð fyrir skipinu »Trinity«, og tveir menn aðrir
ákærðir á Englandi, fyrir að hafa stolið börnum á Íslandi
og haft til þrælkunar. [2] Það, sem Martin Behaim segir
um hundana, er lika rétt; á þeim tímum og enn þá lengur
var töluvert flutt af hundum frá Íslandi til Englands.
Þóttu þeir einkennilegir og fallegir, svo enskt kvennfólk
hafði þá sér til skemmtunar; íslenzkir hundar voru kunnir
á Englandi jafnvel fram á daga Shakespeare’s. [3]

Á landabréfi eptir Wolgemút og Pleudenwurff, sem
gefið er út í Nürnberg 1493, er Ísland kallað Yslant, og
er stór eyja vestur af Noregi; ganga tveir stórir flóar og
einn minni sunnan og austan í landið, og tveir að


[1] Espólíns árbækur II., bls. 18. Finnur Magnússon: Om de
Engelskes Handel paa Island (Nord. Tidskr. f. Oldk. 1833. II.,
bls. 117).
[2] Monumenta Juridica (Black Book) I., bls. 273. cit. af B. F.
de Costa
: Inventio fortunata bls. 13. Í verzlunarsamningi þeim,
er gjörður var milii Eiríks af Pommern og Hinriks 6. 1432, áskilur
Eiríkur, að allir þeir menn frá Íslandi og öðrum stöðum í ríki
hans, er herteknir höfðu verið af Englendingum, væru látnir lausir
og sendir heim; einnig áttu þeir að fá endurgjald fyrir vinnu sína.
Sbr. Grönl. hist. Mind. III., bls. 162.
[3] Í leikriti Shakespeares, Hinrik 5. (Act. II., Sc. 1.) segir
Pistol við Nym: »Pish for thee, Iceland dog! thou prickeared cur
of Iceland«. Nicolaus Theophilus í Kaupmannahöfn biður Arngrím
lærða í bréfi 17. apr. 1601, að senda sér íslenzkan hvolp, »quo,
in senectute mea, quæ propinqua est, me oblectem«. Apotribe
Calumniæ. Hamburgi l626, bls. 96. Sumir útlendingar tala mikið
um hundafjöldann á Íslandi. Resenius segir (í Descriptio Islandiæ.
Ny kgl. Samling 1087-89. Fol): »Canes incolis adeo in deliciis, ut
nemo fere de vulgo conspiciatur nisi comitatus cane«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0111.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free