- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
98

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

vestan. [1] Árið 1500 gerði Juan de la Cosa uppdrátt af
heíminum; á þeim uppdrætti kemur Ameríka í fyrsta sinn
fram á sjónarsviðið. Á þessu landabréfi eru margar eyjar,
stórar og smáar fyrir vestan Noreg; ein af þeim er
ferhyrnd með 4 skorum, einni inn í hverja hlið, og heitir
»isla tille«; og á hún líklega að vera Ísland; þaðan i
suðvestur er helmingi stærri eyja, sem heitir Frislanda. [2] Á
landabréfi eptir Johannes Ruysch 1507 er Ísland aflöng
eyja, mjórri í suðurendann (eins og pera) mitt á milli
Noregs og Grænlands. Þar er og minni eyja milli Íslands
og Grænlands, og er skrifað við hana: »þessi eyja
brann 1456 til kaldra kola«. [3] Hér er, ef til vill, átt við
eyjuna, sem kom upp suðvestur af Reykjanesi 1422, og
hvarf síðan aptur. [4] Á uppdrætti eptir Bernhard Sylvanus,
er fylgir Ptolemeus-útgáfunni 1511, er landaskipun á
Norðurlöndum svipuð eins og á Doniskortinu; Ísland er
ekki ósvipað í laginu, en töluverður flói gengur inn í það
að austanverðu. Svipað er lag Íslands og lega á mörgum
fleiri uppdráttum frá árunum 1510—1540, t. d. hjá
Essler og Ueberlin (charta marina Portugalensium) 1513,
Benedetto Bordone 1521, Fransiscus 1526, Diego Ribero
1529, Apianus og Gemma Frisius 1540, o. fl. Á
uppdrætti eptir Laurent Frisius, sem fylgir 2 útgáfum af
Ptolemeusi frá árunum 1522 og 1524, eru fjórar stórar
eyjar fyrir suðvestan Noreg, allar aflangar og eins í
laginu; þær heita Anglia, Scotia, Hibernia og Islandia; er
Ísland þeirra stærst og liggur nyrzt og vestast, rétt
suður undan Grænlandi, sem kemur þar eins og geysimikill
kleppur að norðan og austan. [5] Sýnir þetta bezt, hve
hugmyndirnar um legu landanna opt hafa ruglazt, þó
menn vissu áður betur.


[1] J. Lelewel: Epilogue de la Géographie du moyen age.
Bruxelles 1857.
[2] Japetus Steenstrup: Zeniernes Reiser i Norden (Aarb. f.
nord. Oldkynd. 1883, bls. 184).
[3] J. Lelewel: Atlas.

[4] Íslenzkir annálar 1847, bls. 396.
[5] A. E. Nordenskiöld: Om bröderna Zenos resor., bls. 50—52.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free