- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
99

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Jacob Ziegler, sem ritaði bók um Schondia, sem fyrst
var gefin út í Strassborg 1532, hefir líka gert uppdrátt
af Norðurlöndum; þar er Ísland löng eyja við austurströnd
Grænlands, og nær frá 63° til 69° n. br.; hún er
þrisvar sinnum lengri en hún er breið; þar eru engir
firðir; strendurnar eru allar beinar á þessari ferhyrndu
spöng. Vestan á landinu er mikið fjall, sem heitir
Hekluhöfði (Hekelfol promont.), og andspænis honum á
Grænlandi vestan við sundið er Hvítserkur (Hvetsargh
promont.). Norðarlega á landinu eru Hólar (Holen), en syðst
Skálholt (Skalholten); báðir staðirnir eru stutt frá sjó.
Ur Hjaltlándi og Orkneyjum er gjörð ein stór eyja
fleygmynduð, skammt fyrir sunnan Ísland, og þar suður af er
önnur eyja þríhyrnd, sem á að tákna Færeyjar (Farensis);
Írland er sett norðvestur af Skotlandi, og er stutt þaðan
til Grænlands. [1] Í útgáfu af landafræði Ptolemeusar, sem
Baptista Pedrezano
gaf út í Venedig 1548, er uppdráttur
af Norðurlöndum; þar er landabréf Zieglers auðsjáanlega
lagt til grundvallar; en þó það sé gott í sjálfu sér, þá
er þetta þó hálfu verra; löndin eru færð til og nöfnunum
hringlað saman og þau stundum tvítekin og færð í
2 eða 3 lönd. Ísland er líkt í laginu eins og hjá Ziegler,
en það er þó mjórra norður; þar er flói inn í suðurendann
og æxli út úr vesturströndinni sunnan til; tveim
nöfnum er bætt við, Madher og Coas, sem eg ekki veit,
hvað á að þýða; Ísland heitir hér Thyle. Grænland er
á þessu korti öðruvísi í laginu; það liggur fyrir norðan
og vestan Ísland og á því stendur nafnið Islandia! og
bæir tveir, Skálholt og Hólar! Svona er öllu ruglað
saman. [2]

Vér höfum nú getið hinna helztu landabréfa, sem
nefna Ísland frá þvi á 10. öld fram undir miðja 16. öld,
og sjáum á því, hve litla þekkingu suðurlandabúar, sem
þá fengust því nær einir við landafræði og kortagjörð,


[1] Ágæt eptirmynd af þessu korti er í A. E. Nordenskiölds
Vegas färd kring Asien och Europa I.
[2] A. E. Nordenskiöld: Bröderna Zenos resor., bls. 33.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free