- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
100

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

höfðu á Íslandi og Norðurlöndum öllum. Ef vér berum
elztu uppdrættina saman við hina seinustu, sést það þó
glögglega, að mikið hefir lega og lögun Norðurlanda
batnað, þó landabréfin séu fjarska ófullkominn eptir þeim
mælikvarða, sem vér nú höfum. Á hinum elztu landabréfum
vantar bæði Eystrasalt og Skandinavíu-skagann;
Norðurlönd eru gjörð að eintómum eyjum við úthafsströndina
á Európu, og ströndin beygist jafnhallandi norður og
austur til Rússlands og Asíu; smátt og smátt miðar
þekkingunni áfram eptir því sem aldir líða, þó seint gangi;
samgöngurnar voru litlar, vísindin á lágu stígi, verkfærin
engin eða ónóg; enginn vísindamaður fór til að rannsaka
Norðurlönd; allt var tekið eptir lausafregnum og
munnmælasögum; hugurinn stefndi allur austur til Indlands;
þaðan komu gimsteinar og gull, kanel og kryddjurtir;
hin köldu Norðurlönd urðu að sitja á hakanum, þó
þau væri nærri, enda lágu þau fjarri aðalþjóðvegum
verzlunar og herferða. Smátt og smátt fara löndin þó
að lagast og nöfnin að fjölga, og er það mest að þakka
klerkunum og kirkjustjórninni; hún stóð allt af í sambandi
við yztu endimörk jarðar, enda eru nöfnin á landabréfum
þeirra tíma helzt nöfn á kirkjum, klaustrum og
biskupasetrum. Eptir fund Ameríku og Indlands neyðast
menn vegna siglinganna til þess að gjöra betri landabréf
og mæla betur; fjörið verður meira og viðskiptin
margbreyttari, og þó aðallífsstraumur verzlunar og siglinga
haldist framan af suður í höfum, þá njótum vér þó líka
af hér á Norðurlöndum. Framfarirnar í kortagjörð eru,
ef rétt er að gáð, stórkostlegar á 16. öldinni, einkum að
því er snertir hinar heimsálfurnar; 40—50 árum eptir
fund Ameríku er lagið á Asíu, Afríku og Ameríku í öllu
verulegu orðið rétt, og ber það vott um, hve snögglega
þekkingunni fleygir áfram; siglingamenn og landkannarar
í þá daga verða að hafa verið fjarskalega þrautgóðir og
afkastamiklir. Siðabótin hafði beinlínis og óbeinlínis þau
áhrif, að suðurlandaþjóðir fá meiri vitneskju um Norðurlönd
en áður; menn fóru þá suður frá að hugsa meira um

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0114.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free