- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
101

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

þessi lönd, sem dirfðust að rísa upp á mótí páfanum;
þá kom meiri hreyfing á þjóðirnar og klerkastéttina og
ótal margir klerkar komu landflótta suður eptir, af því
þeir vildu ekki þýðast hinn nýja sið; Norðurlandabúar
fóru nú sjálfir að fræða heiminn um þessi illa þekktu
lönd og þjóðirnar, sem þar bjuggu. Eptir að siðabótin er
búin að festa rætur á 17. öldinni, fer heimsmenntunin
sjálf að þokast norður eptir og yfirgefa sínar fornu
stöðvar.

8. Nokkur orð um verzlun og menningu Íslendinga á 14. öld.
Viðskipti Íslendinga við Englendinga á 15. og 16. öld.Nú höfum vér um stund sagt nokkuð frá þekkingu
manna sunnan til í Európu á Islandi, að því leyti sem
kemur fram á landabréfum miðaldanna; liggur þá næst
að fara nokkrum orðum um samgöngurnar milli Íslands
og útlanda um seinni hluta miðaldanna, því þekking
útlendinga á landinu er nátengd verzlunarsögunni. Hér
drepum vér þó að eins á nokkur atriði, til þess að gefa
stutt yfirlit yfir ástandið.

Á 13. öld voru Íslendingar opt í kaupferðum; hefir
þess stuttlega áður verið getið og er óþarfi að fara
frekar út í það mál á þessum stað. Í gamla sáttmála er svo
kveðið á, að sex hafskip skuli ganga á hverju ári til
landsins að forfallalausu; þrátt fyrir þetta ákvæði er ekki
sýnilegt af sögum og annálum, að verzlunin á seinni
hluta 13. aldar og fyrri hluta 14. aldar hafi verið minni
eða öðruvísi en áður. Á fyrri hluta 14. aldar er þess
revndar stundum getið, að ekkert skip hafi komið til
Íslands og stundum ekki nema eitt, en til þess voru
jafnan sérstakar orsakir. Sumarið 1324 kom að eins eitt
skip til Íslands og á því Laurentius biskup; 1326 kom
ekkert skip til landsins og var þá svo vínlaust í
Skálholtsbiskupsdæmi, að menn hættu messusöngum; [1] 1333 og

[1] A 13. öld voru menn farnir að nota krækiberjavín í stað
messuvíns; Jón biskup frá Grænlandi kenndi fyrstur að gjöra það
hér á landi og hafði numið það af Sverri konungi (Biskupasögur I.,
bls. 135. Ísl. ann. 1847, bls. 84). Árið 1237 bannar Gregor páfi 9.
að nota þetta vín til sakramenta (Ísl. Fornbréfasafn I., bls. 513).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free