- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
102

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

1357 kom eitt skip hvert árið; 1350 og 1375 ekkert skip
o. s. frv. Þetta sannar þó eigi mjög hnignan verzlunarinnar,
því fyrr er þess líka getið, að skip hafi eigi komið
til Íslands, t. d. 1187 og 1219, og var það þó á blómaöld
Íslendinga. Framan af 14. öld voru hér jafnvel smíðuð
hafskip; 1338 var t. d. smíðað kaupskip á Eyrum á
Íslandi og fór til Noregs samsumars; vanalegu komu
allmörg skip til landsins árlega; um veturinn 1347 voru hér
t. d. 18 hafskip, auk tveggja, sem brotnuðu; 1340 er
getið um 12 skip, 1345 um 11 o. s. frv. Sýnir þetta, að
verzlunin við Ísland hefir þá verið allfjörug, eptir því
sem þá tíðkaðist. Norðmenn (Austmenn) verzluðu hér
mest, en Íslendingar áttu líka sjálfir skip, þó verzlun
þeirra allt af væri minni. Ekkert skiptu Noregskonungar
sér beinlínis af verzlun á Íslandi fram á miðja 14. öld,
og aldrei er þess getið, að þeir hafi sent hingað verzlunarskip,
og er þetta því undarlegra, þar sem menn héldu,
að ákvæðin í gamla sáttmála ættu beinlínis við skip, er
konungur væri skyldur að senda. Af gamla sáttmála
hafa menn viljað ráða, að verzlun Íslendinga þegar á
miðri 13. öld hafi verið í fullu óstandi, svo landsmenn
hafi orðið að biðja konung að hlaupa undir bagga með
sér, en Konrad Maurer [1] hefir sýnt og sannað, að þessi
skilningur er rangur. Noregskonungar höfðu opt fyrir
1262 hept verzlun þar í landi á ýmsan hátt, er þeim
þótti sér einhver hagur að því; stundum bönnuðu þeir
algjörlega skipaferðir til Íslands eða annara landa; Maurer
kemst því að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar, með
því að ákveða sex skipa töluna í gamla sáttmála, hafi alls
ekki meint, að konungur skyldi sjálfur senda svo mörg
skip á ári, heldur hitt, að hann mætti aldrei leggja fullt


[1] Hinni ágætu ritgjörð Maurers: Kaflar úr verzlunarsögu
Íslands (Ný félagsrit XXII., bls. 100-135), hefi eg hér að miklu leyti
fylgt; þeir sem vilja fá nánari upplýsingar, geta leitað þeirra þar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free