- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
103

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

farbann milli landanna, eða að hann mætti aldrei banna
sex skipum sigling til Íslands, fermdum með beim
gæðum, sem landinu væri nytsamleg; hafa því Íslendingar
með grein þessari viljað slá varnagla við því, að
bannaðir væri aðflutningar af nauðsynjavöru til Íslands.
Seinna, þegar konungsverzlun var komin á, voru Íslendingar
búnir að gleyma hinni upprunalegu þýðingu greinarinnar,
og 1419 færa þeir í bréfi til Eiríks af Pommern
það fram sér til afsökunar fyrir því, að þeir hafi haft
ólevfilega verzlun við útlenda, að konungur hafi ekki sent
hin fyrirheitnu sex skip til landsins á ári.

Um miðja 14. öld varð mikil breyting á verzlunarhögum
Íslands. Noregskonungar færðu sig upp á skaptið
og gátu loksins, þó örðugt gengi í fyrstu, komið þeim
lögum á, að þeir einir hefðu rétt til verzlunar á Íslandi.
Yrði hér oflangt að segja frá orsökum og undirrótum
þessara breytinga; [1] þær eru nátengdar hinu pólitiska
ástandi, sem þá var á Norðurlöndum. Á 14. öld náðu
Hansamenn undir sig því nær allri verzlun í Noregi, en
að sama skapi minnkaði verzlun Norðmanna sjálfra;
ýmsar óviturlegar fyrirskipanir konunganna drógu líka
verzlunina undan landsmönnum. Þegar á 13. öld var
kvartað yfir því, að svo margir menn af lægri stigum drægist
til kaupferða, að víða yrði vinnufólksskortur, svo Magnús
lagabætir setti hin merkilegu lög, að sumarlangt, frá
páskum til Mikaelsmessu, mættu engir fara í kaupferðir,
er minna fé ættu en til þriggja marka veginna skuldlaust;
þessi lög voru síðan opt endurtekin og gjörð miklu
harðari 1364, enda hefir þá líklega verið fólksfátt til
sveita í Noregi, er svartidauði var nýlega afstaðinn.
Styrkur Hansamanna varð meiri og meiri; konungar urðu
þeim bundir af peningalánum, og auk þess voru þeir þá
orðnir langt um styrkari en Norðmenn í hernaði; það
sýndi ófriðurinn 1368—69, er Hákon 6. Magnússon átti


[1] Sbr. Ný félagsrit XXII., bls. 115—135. I. E. Sars: Udsigt
over den norske Historie III., bls. 1—23.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free