- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
104

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

við þá; eptir það voru Hansamenn einvaldir yfir verzlun
í Noregi. [1] Verzlunin í Finnmörku hafði frá alda öðli
verið konungsverzlun, og notuðu konungar tekjur af henni
til sinna eigin þarfa. Í leyfisbréfum þeim, er konungar
gefa Þjóðverjum, taka þeir því jafnan undan verzlun í
Norður-Noregi og skattlöndum, og binda verzlunina norðan
og vestanfjalls, sem mest var fiskverzlun, við Bergen; [2]
þegar aðalverzlun útlendinga var þar á einum stað,
var hægra að hafa eptirlit með henni; Norðmenn sjálfir
höfðu eingöngu leyfi til þess, að vera milliliðir milli
skattlandanna og Bergen, en öll verzlunin var í raun réttri í
höndum Hansamanna, sem opt sýndu hinn mesta ójöfnuð
og yfirgang. Löngu seinna, þegar Hamborgarar og aðrir
fóru að fara beinar verzlunarferðir til Íslands, voru þeir
Hansamenn, er höfðu aðseturstað í Bergen, mjög reiðir við
hina, því þeir þóttust hafa einkarétt til fiskverzlunar
við skattlönd þau, er heyrðu undir Noregskrúnu, og kváðu
hana samkvæmt gömlum bréfum bundna við Bergen. Þó
íslenzka verzlunin um fyrri hluta 14. aldar væri
eingöngu bundin við Noreg, þá var það Íslandi ekki mjög
óhentugt, af því Norðmenn þá voru þess enn megnugir
að stunda kaupskap, og konungar lögðu þá ekki gjöld
eða höpt á verzlunina. Öðru máli var að gegna um
seinni hluta 14. aldar og einkum á 15. öld, því þá voru
Norðmenn orðnir svo aumir, að þeir höfðu engin ráð til
að hjálpa sjálfum sér, hvað þá heldur öðrum. [3] Um 1350
taka Noregskonungar algjörlega að troða undir fótum hin
fornu landsréttindi Íslendinga og snúa sér þá að verzluninni
og öðru, er gat gefið þeim dálítinn peningaarð. Þeir
Magnús konungur smek og Hákon sonur hans skiptu með
sér ríkjum, og hlaut Magnús skattlöndin; til þess að fá


[1] I. E. Sars: Udsigt o. s. frv. III., bls. 6—7.
[2] Björgvin hafði lengi verið ein af aðalverzlunarborgum
Norðurlanda; Matheus Parisiensis, er kom þar 1248, segist hafa séð þar
200 skip á höfninni í einu.
[3] I Danmörku var þá alls engin innlend verzlunarstétt til.
Sbr. Sars s. st. III., bls. 10—11.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free