- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
105

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

sem mestan arð af þeim, fór hann að eigna sér verzlunina;
voru þá brotin öll hin fornu réttindi Íslendinga, og
hag þeirra þröngvað á ýmsan hátt; Íslendingar settu
reyndar stundum hart á móti hörðu, en ástand landsins
var þá mjög slæmt, og það er ekki útlit fyrir, að menn
hafi haft nein veruleg samtök til þess að afstýra þeim
háska, sem landinu var búinn. Nú er fyrst byrjað á því
að leigja landið með sköttum og skyldum ýmsum norskum
og íslenzkum höfðingjum; höfðu þeir ýmsan ójöfnuð í
frammi, og lögðu á menn ýmsar kvaðir; út úr yfirgangi
þeirra urðu miklar róstur á Íslandi, og voru sumir þeirra
drepnir, sem kunnugt er, t. d. Jón skráveifa, Smiður
Andrésson o. fl. Um sama leyti lögðu konungar sekkjagjöld
á farmenn til skattlandanna; þau voru 5% af verði
farmsins; eins áskildu konungar sér fjórðung í hverju
skipi og varð ójöfnuðurinn allt af verri og verri, uns
konungar þóttust einir eiga alla verzlun á skattlöndunum og
sérhver kaupmaður, sem verzla vildi löglega, varð að fá
leyfisbréf. Þetta var því háskalegra og heimskulegra,
þar sem Norðmenn sjálfir ekki voru orðnir færir um að
reka verzlun til útlanda; þeir bönnuðu öðrum þá verzlun,
sem þeir ekki sjálfir gátu notað; það bætti þó nokkuð úr
á 15. öldinni, að útlendir kaupmenn, einkum enskir, fóru
árlega tíl Íslands, án þess að skeyta um bann konungsins
í Danmörku og Noregi, og konungarnir höfðu ekki
nægan styrk til þess að þvinga menn til hlýðni.

Um miðja 14. öld var hin mesta óöld á Íslandi og
stafaði hún að miklu leyti af yfirgangi biskupa og klerka;
um sama leyti urðu mörg og stór eldgos á Suðurlandi og
gjörðu þau hinn mesta skaða og eyddu sumstaðar heilar
byggðir; þá gengu og opt skæðar sóttir um landið.
Klerkarnir höfðu náð undir sig miklum völdum og miklu fé;
Staða-Árni hafði fyrir lok 13. aldar náð undir kirkjuna
fjölda mörgum jarðeignum og allt af bættist við, því
klerkarnir voru slægir sem refir, er þeir voru að ná í
jarðirnar fyrir sálumessur og annan hégóma, en grimmir
sem leon að verja það, sem þeir höfðu klófest; hinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free