- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
106

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

ráðríki, kaþólski klerkaandi var orðinn miklu rammari en
fyrr og vald biskupanna miklu meira en áður. Verst var
þó, að biskuparnir voru flestir útlendir og kosnir og vígðir
ytra, þvert ofan í rétt Íslendinga og fornar venjur; margir
þeirra hugsuðu ekki um annað en að auðgast og lifðu í
sukki, sýndu þeir Íslendingum alls konar ójöfnuð og áttu
í sífelldu þrasi við leikmenn. Árið 1319 kvarta Norðlingar
fyrir Hákoni hálegg um ofríki Auðunnar biskups hins
rauða. Þar stendur í bréfinu: »Þat hefir hér lítt og
óheyrilega orðit ok til tekizt, þá útlendir biskupar hafa
hér þrengdir verit inn í landit í móti landsins vana, sem
at fornu hefir yfir staðit, ok þeirri samþykkt ok ásetningu,
er skiput var, þá heilagur Jón biskup var kosinn af lærðum
ok leikum á Íslandi, þat til teikns at biskupar skyldi
svá kjósast hér í landi æ síðan. Biðjum vér yður
auðmjúklega, at þér sjáit svá til með guðs miskunn, at eigi
sé lengi saman ágjarn höfðingi ok heimskt fólk, því at
þar af hefir opt mikil óhæfa sket. Sjáum vér ok fyri at
á fárra vetra fresti hefir kongdómrinn hér ekki utan
erfiði ok kostnað, en kirkjan allt góss með at gera í
landinu, ok því bjóðum vér oss ok öll vár málefni í guðs
vald ok yðvart, biðjandi at þér haldit oss með fornan ok
nýjan rétt þann, sem hér hefir verit samþykktr at réttu
þingtaki, ok styrkja oss at vér höldum váru frelsi ok
föðurleifðum, skipandi oss örugt traust, svá at vér
megum vandræðalaust várs réttar njótandi verða«. [1] Brást
konungur vel við bæn þeirra og svarar bréfinu vel, meðal
annars á þessa leið: »Viljum vér með engu móti þvílíka
óhlýðni ok rangindi lengr hlýða láta, ok því fyrirbjóðum
vér biskupum ok lærðum mönnum at seilast á þegna
vora móti lögum ok fornri siðvenju«. [2] En lítill árangur
varð af slíkum boðum, sem að engu var fram fylgt af konungs
hálfu; klerkar og biskupar héldu teknum hætti, án
þess að hægt væri að reisa skorður við ofríki þeirra, enda


[1] Íslenzkt Fornbréfasafn II., bls. 491.
[2] Ísl. Fornbréfasafn II., bls. 495—96.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free