- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
107

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

voru konungarnir þeim optast hliðhollir. Einna mestar
urðu deilurnar við Orm biskup Ásláksson; var hann svo
áseilinn, að Norðlendingar gjörðu uppreisn á móti honum
og varð hann að stökkva úr landi, en þó fékk hann með
fulltingi konnngs flestu því framgengt, sem hanu vildi;
Ormur var biskup 1342—1356, en var ytra nærri helming
embættisára sinna. Bæði prestar og leikmenn voru
ósáttir við Jón biskup skalla, sem eiginlega var vígður
biskup til Grænlands, en settist á Hólastól, án þess að
gjöra grein fyrir rétti sínum, þó hélt hann embætti með
fulltingi konungs, enda gat hann borið fyrir sig páfabréf.
1388 stökk Michael biskup í Skálholti af landi brott með
marga presta; var lesið mótblástursbréf á móti honum á
alþingi og þar bornar á hann margar sakir. Michael var
danskur. Líferni presta var heldur engin fyrirmynd í þá
daga. Það er sagt um Grím biskup í Skálholti (1320),
að hann hafi á þeim 3 mánuðum, er hann var biskup,
eytt þrem hundruðum hundraða fyrir Skálholtskirkju; [1]
1343 lét Jón biskup Sigurðsson taka þrjá bræður í Veri
og setja í tájárn og hálsjárn fyrir það, að þeir höfðu
barið ábóta sinn og rekið hann á burt, þeir urðu og berir
að saurlífi og barngetnaði; systir ein í Kirkjubæ var
brennd fyrir guðleysi og saurlífi o. s. frv. Allt stjórnarfar
var á Íslandi um seinni hluta 14. aldar og á 15. öld
á tjá og tundri; klerkar og leikmannahöfðingjar hugsuðu
ekki um neitt annað en fédrátt; efnahagur manna var
framan af 14. öld bærilegur, en svo fór öllu að fara aptur,
einkum um lok aldarinnar, þvi allt þrengdi að, kirkjuvald,
verzlunarófrelsi, drepsóttir og eldgos, og þess utan var
óöld og apturför alstaðar á Norðurlöndum í þann mund;
hvergi sést annað en deyfð og drungi, öll framtakssemi
er horfin.

Framan af 14. öld voru bókmenntir á Íslandi enn
með töluverðum blóma, en þegar leið á öldina, fór
fræðimönnum að fækka og forn íslenzk fræði lögðust


[1] Oddverja annáll. Ísl. annálar 1888, bls. 489.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 21 12:24:23 2019 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/landfraed/1/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free