- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
112

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

illa þokkaðir. Verzlun Englendinga var að mörgu góð,
en opt urðu illdeilur og bardagar milli kaupmanna og
landsmanna og síðar milli enskra og þýzkra kaupmanna
innbyrðis. Annálarnir geta mjög opt um óeirðir Englendinga,
rán og manndráp, en siður um sjálfa verzlunina,
enda þóttu bardagarnir mestu tíðindin. Tíðarandinn var
þá svo spilltur og svo mikil óöld í Európu, að þjóðirnar
gátu varla haft viðskipti öðruvísi en í illu. Þýzkir
kaupmenn voru, þegar hér var komið sögunni, búnir að ná
undir sig allri verzlun á Norðurlöndum og vildu vera
einir um hituna; 1426 lentu þeir í ófriði við Eirík af
Pommern, og meðan á þeim illdeilum stóð, óx verzlun
Englendinga stórum. Verzlunarfloti Englendinga [1] var þá
enn þá litill og ekkert svipaður því, sem seinna varð, og
litla verzlun höfðu þeir aðra en hér nyrðra; snemma
leituðu þeir norður í höf til fiskiveiða og urðu í því
flestum fremri; æfðust þeir á slíku í sjómennsku og
siglingum og bar það mikla ávexti seinna, sem kunnugt er orðið.
Englendingar áttu í sífelldum ófriði alla þessa öld, bæði
við Frakka og innanlands; það var því ekki undarlegt,
þó þeir létu ófriðlega í öðrum löndum, ef þeim þótti gert
á hluta sinn, og sumir gerðu út skip sín jafnmikið til
rána sem verzlunar; þó menn færu í verzlunar-
eða fiskiferð, urðu menn að vera búnir til bardaga, því alstaðar
voru óvinir og keppinautar á hverju strái; auk þess hefir
eflaust valizt rusl og skríll á fiski- og verzlunarskipin.
Þá voru og óeirðir miklar á Norðurlöndum; Eiríkur af
Pommern réð hvorki við útlenda né innlenda, og var
bæði ónýtur og hviklyndur, svo ekki var að búast við,
að hann verndaði Íslendinga fyrir ágangi útlendra manna.
Þeir Englendingar, sem fiskuðu við Ísland á 15. öldinni
og verzluðu þar, voru helzt frá Bristol, York, Scarborough,
Yarmouth og Lynn.

Þess hefir áður verið getið, að íslendingar höfðu



[1] Árið 1540 átti London fyrir utan konunglega flotann að eins
4 skip, sem báru meira en 120 smálestir. Anderson: Origin of
Commerce. London 1787. Vol. II., bls. 67.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free