- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
113

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

töluverð viðskipti við Englendinga á fyrri tímum; til forna
sömdu Íslendingar rithátt sinn að dæmi enskra manna, [1] og
sumir ferðuðust til Englands til þess að afla sér menntunar,
en aðrir fóru pílagrímsferðir til Kantaraborgar, því
Tómas biskup hinn helgi var i mjög miklum metum á
Íslandi; þá var og nokkur verzlun milli landanna, og árið
1200 var enskt stikumál lögtekið á Íslandi. Um seinni
hluta 13. aldar og á 14. öld er ekki getið um verzlunarviðskipti
milli Englendinga og Íslendinga, það vér vitum;
þó er líklegt, að enskar duggur hafi þegar á 14. öld
verið farnar að leita til fiskimiðanna kring um Ísland; að
minnsta kosti hafði Edvarð þriðji skip í norðurhöfum
1354. [2] Frá því snemma á 15. öld er Englendinga
þráfalt getið í íslenzkum annálum og skjölum. Hér er ekki
ætlun vor að fara nákvæmlega út í verzlunarsögu 15.
aidar, en vér ætlum að eins að benda á nokkur atriði. [3]
Fyrst er getið um Englendinga 1412; þá segir
Lögmanns-annáll: »Kom skip af Englandi austr fyrir Dyrolmaey,
var róit til þeirra ok voru fiskimenn út af Englandi.
Þetta sama haust urðu V menn af enskum mönnum fráskila
sínum kompanum ok gengu á land austr við Horn
úr báti, ok létust vilja kaupa sér mat, ok sögðust hafa
soltit í bátnum mörg dægr. Voru þessir V enskir menn
hér á landi um veturinn, því báturinn var í burt frá
þeim, þá þeir komu aptur«. [4] Finnur Magnússon segir,
að Englendingar hafi komið til Vestfjarða árið áður og
verzlað þar. Árið 1413 kom enskur kaupmaður til
Íslands, er Rikarður hét; hann hafði leyfisbréf
Danakonungs, og var honum skipuð höfn á Eyrarbakka, en þar
vildi hann ekki lenda; »keyptu margir varning af honum
niðri við sundin«. Verzlunin var þá enn friðsamleg;


[1] Snorra edda. Hafniæ 1848-52. II., bls. 12.
[2] B. F. de Costa: Inventio fortunata, bls. 11.

[3] Aðalrit um þetta efni er ritgjörð Finns Magnússonar Om de
Engelskes Handel paa Island. Nord. Tidskr. f. Oldkynd. II., bls.
112-169.
[4] Íslenzkir annálar. Kristiania 1888, bls. 290.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free