- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
117

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[117

ið friðsamir, en hitt víkingar og ribbaldar, er
strandhögg-in gjörðu. Árið 1434 gjörðu íslendingar aðsúg að
Eng-lendingum í Skagafirði fyrir rán þeirra og illvirki, og
voru 80 drepnir hjá Mannskaðahól, en sumir flýðu í
Hólakirkju, óg skaut Jón biskup Vilhjálmsson, landi þeirra,
skjólshúsi yfir þá, en fór sjálfur úr landi litlu seinna.1
Danastjórn bar sig opt upp við Englakonung út úr
þess-um óspektum; Hinrik 6. lofaði öllu fögru, en efndi lítið,
enda hlýddu þegnar hans honum ekki; hann gat engan
hemil haft á mönnum sínum; þó hafði bann hans og bréf,
28. apríl 1433, sem hann lét auglýsa í hafnarbæjunum,
þau áhrif, að ófriðurinn rénaði um stund, og
verzlunar-menn urðu spakari.2 Þó Englakonungar áður allt af,
ept-ir undirlagi Danakonungs, væru að banna þegnum
sín-um ólevfilegar verzlunarferðir, þá var því ekki hlýtt,
því þá var hin mesta óstjórn og óöld, bæði á Engiandi
og á Norðurlöndum; allt var í þá daga á tjá og tundri,
og hver höndin upp á móti annari bæði á sjó og lancli;
konungar á Englandi voru í sífelldum herferðum suður á
Frakklandi, og. gátu því ekki snúizt við að færa það í
lag, er afvega fór heima fyrir; svo varð Hinrik 6.
geð-veikur og eptir það byrjaði hið alræmda Rósastríð;
Ei-ríkur af Pommern átti í sifelldum ófriði, bæði við þegna
sína og útlendinga, og var loks reldnn frá ríkjum og lifði
eptir það á ránum og gripdeildum. Ekki var að búast

r

við góðu í svo fjarlægu skattlandi sem Island var,
þeg-ar ástandið var svona heima fyrir.

Um þetta leyti hafa Englendingar þekkt töluvert til
íslands og íslendinga, en ekki varð það vísindunum að
miklum notum, enda var þá ekki mikil vísindaöld hér á
Norðurlöndum. Ymsar fregnir um landið hafa þó borizt
með enskum sjómönnum suður eptir; má sjá það á ýmsu,
er nefnt hefir verið í kaflanum hér á undan um landa-

Arh. Espólíns II., bls. 34.

2) Tidskr. f. nord. Oldk. II., bls. 121. Samningur milli Eiríks
af Pommern og Hinriks 6. um verzlun á íslandi 24. des. 1432.
Lovs. f. Isl. I., bls. 35—36.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0131.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free