- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
118

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[118

bréfin. í gömlu ensku kvæði, sem prentað er í ferða-

9

sögusafni Hackluyt’s (1599), er Islands getið og ensku
verzlunarinnar þar. Kvæði þetta eða þula gengur gegn
um öll lönd, og talar um gæði þeirra, og hversu mikið
sé undir þvi komið, að halda fram kaupverzlun og
kaup-mönnum. Kvæðishöfundurinn segir, að lítið sé að skrifa

9

um Island, nema um harðfiskinn; segir h.inn, að margir
hafi farið þangað frá Bristol og öðrum stöðum nú
sein-ustu tólf árin, og hafi þeir komið og farið hættulaust, en
fvrr hafi menn frá gömlum tíma helzt siglt þangað frá
Scarborough; nú seinasta árið, segir hann, að þangað hafi
komið mörg skip, og hafi þau beðið mjög mikið tjón af
hafísum(?). Þar sem höfundurinn talar um, að skip hafi

9

farið frá Scarborough til Islands fyrir löngu, þá er
lík-lega átt við fiskiskip, sem hafa verið farin að koma
hing-að á 14. öld, þó þess sé ekki getið í annálura. Um mikla
hafísa er ekki getið í annálum á þeim árum; en það er
ekki að marka; þar vantar svo margt. Kvæðið er
rit-að á dögum Sigmundar keisara (f 1437) milli 1416 og
1437.1

Verzlun Englendinga hin næstu 20—30 ár sýnist yfir
höfuð að tala hafa verið friðsöm og heppileg fyrir landið.
Kristofer konungur af Baiern (1440—48) leitaðist við að
takmarka einokunarverzlun Hansastaðanna og leyfði því
Englendingum og Hollendingum kaupverzlun í löndum
sinum; aptur á móti var Kristián I (1448—81) mjög
háð-ur Hansakaupmönnum og gat þvi litla rönd reist við
yfir-gangi þeirra. Til þess að verzla á íslandi áttu
Englend-ingar að hafa leyfisbréf Danakonungs; svo var áskilið í
samningura railli ríkjanna;2 auk þess áttu þeir að gjalda
tolla þá, sem tíðkuðust, sekkjagjöld3 og annað þvílíkt.

*) R. Hackluyt: The Principal Navigations of the
EnglishNa-tion. London 1599., fol. I., hls. 201.

2) Samningar 1449 milli Kristians I. og Hinriks VI., 1465 milli
Kristians I. og Edvards IV. Lovsamling for Island I., bls. 36-37.

s) f>au voru hér urn bil 5-6 °/o af verði farmsins (Finn Magnus-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0132.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free