- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
119

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[119

Margir Englendingar fóru leyfislaust til íslands og sumir
þrjózkuðust við að borga sekkjagjöldin; út úr þessu
spunn-ust sífelldar deilur milli kaupmanna og valdsmanna
kon-ungs. Arið 1463 bannar Kristián I. íslendingum að
verzia við útíenda kaupmenn, áður en þeir hafa borgað
sekkjagjöld,1 og var þá farið að ganga harðara eptir
þessum tolli en áður. Björn hinn riki Þorieifsson var þá
hirðstjóri og gekk ríkt eptir gjaldinu, og þegar honum
var ekki hlýtt, gerði hann upptækar vörur fyrir
Englend-ingum og Skotum og komst því í mikla óvináttu við þá,
svo að þeir, eins og kunnugt er, réðust á hann i Rifi 1467
og drápu hann þar og 7 menn aðra, en tóku son hans
höndum; en Olöf kona hans leysti út son sinn miklu
gjaldi og hefndi síðar bónda síns grimmilega.2 Ut úr
þess-um manndrápum urðu miklar óeirðir, sem eðlilegt var,
þar sem kaupmenn höfðu lagt að velli hinn merkasta og
rikasta höfðingja, er þá var á landinu, og hafði hann þó
eigi gert annað en skyldu sína að heimta tolla þá, sem
lögboðnir voru. Kristián konungur heimtaði skaðabætur
hjá Edvarði IV., en fékk enga rétting mála sinna; tóku
þá Danir nokkur ensk kaupför i Eyrarsundi og varð út
úr því ófriður milli landanna, sem eigi varð þó öðruvísi
en svo, að hver skemmdi og hepti fyrir öðrum verzlun
og samgöngur; loks var friður saminn i Maastricht 1474;

r

samt verzluðu Engiendingar á Islandi eins sem áður, þó
ófriður væri milli landanna.3

Eptir þær óeirðir, sem urðu út úr vígi Björns ríka,
hélzt enska verzlunin eptir sem áður aila þessa öld, og
voru ensk skip í förum árlega milli landa. Það er sagt að,
Christofer Columbus hafi komið til Islands með ensku
skipi fra Bristol árið 1477. í æfisögu Columbusar, sem

sen : Om de Engelskes Handel paa Island. Nord. Tidskr. for Oldk.
II., bls. 124). Sbr. Norges gamle Love. Retterböder III., bls. 118.
M. Ketilsson: Forordninger og aabne Breve I., bls. 51.

2) Esp. Árb. II., bls, G2 og 69. Safn til sögu íslands II., bls.
652-654.

8) Nordisk Tidskrift for Oldkyndigbed II., bls. 126-127.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free