- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
123

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[123

um, að Columbus hafi fundið Ameríku 1492; og hetði
Columbus ekki fandið hinn nýja heim, þá hefði Cabral
fundið hann nokkrum árum seinna. Þegar er verið að
ræða um, hverja þýðingu fundur Ameríku hefir haft fyrir
mannkynið, þá verða allir að játa, að ferð Columbusar,
hvernig svo sem á henni stendur, er hinn merkilegasti
viðburðiu* í mannkynssögunni; þó nú ferðir íslendinga til
Vínlands séu stórkostlegt minnismerki um þrek þeirra og
dugnað, þá er þó ekki því að levna, að landafundir
forn-manna höfðu því nær engin áhrif á menningarstefnu
heims-ins, enda var það eðlilegt eptir kringumstæðunum;
á-standi Norðurlanda var svo varið á 11. öld, að
uppgötv-un Leifs ekki gat orðið að notum; tímans fylling var enn
þá ekki komin.

Af ritum þeim, sem liggja eptir Columbus, má sjá
nokkurn veginn vel, hvað það var sem hvatti hann til að
le;ta lndlands vestur um haf. Hann segir sjálfur, að rit
Pierre dy Ailly (Petrus de Alliaco) kardínála hafi haft
mest áhrif á skoðanir sínar. Bók þessi er rituð 1410;
hún heitir »Imago mundi«; þar sá Columbus skoðanir
ýmsra fornra höfunda um stærð hafsins og legu landanna,
og þar er hvað eptir annað tekið fram, hve stutt muni
vera að sigla frá Spáni vestur til Indlands. Þessar
hug-myndir koma mjög snemma fram; Aristoteles sagði t. d.,
að hafið væri mjótt milli Spánar og Indlands, og Seneca
hélt því fram, að sigla mætti frá Európu vestur um haf
til Indlands á fáum dögum með góðum byr. Um þetta
leyti voru allir vísindamenn sannfærðir um, að jörðin
væri hnöttótt, en mælingarnar voru svo ófullkomnar, að
menn héldu, að jörðin væri töluvert minni en hún er, ogauk
þess héldu menn, að Indland og Kína gengu niiklu lengra
til austurs en seinna reyndist. Þegar Columbus er að
bera mál sitt upp fyrir stórhöfðingjum, þá sannar hann
mál sitt með því að vitna til þessara fornu rithöfunda.
Við þetta bættist, að hinn ítalski fræðimaður Toscanelli
hvatti Columbus ákaft til fararinnar. Toscanelli (f. 1397,
d. 1482) hafði lesið rit Marco Polos og annara ferðamanna,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free