- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
124

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[124

sem ferðast höfðu um Asíu, og hafði brennandi löngun til

að stuðla til þess, að Európumenn fyndu sjóleið til þess-

ara auðugu landa. Portúgalsmenn voru þá í ákafa að

leita leiðarinnar til Indlands suður með Afríku, og því

ritaði Toscanelli stjórninni i Lissabon bréf 1474 og sendi

með þvi landabréf; hvatti hann þar mjög til vesturferða

yflr hafið og kvað það stytzta leið og hentugasta. Portú-

galsmenn vildu ekki sinna þessu; en er Columbus, sem

þá var í Lissabon, fékk vitneskju um þetta bréf, fórhann

að skrifast á við Toscanelli, og eru enn þá til bréf, sem

gengið hafa þeirra í milli. Leiðbeiningar Toscanellis og

frásögur hans um legu landanna, stefnu leiðarinnar sem

fara þyrfti, vegalengdina o. fl., voru sennilegar og fram-

settar með svo mikilli vissu ogsvo styrkum rökum, að Col-

umbus varð nú fullviss um, að ferðin mundi heppnast, og

var nú einráðinn í að fara, ef nokkur kostur væri. A

fyrstu ferð sinni hafði hann með sér landabréf eptir To-

scanelli og fór eptir því.1
f

Arið 1464 er getið um það i fornum bókum, að Joao

Vaz Cortereal, landstjóri á eynni Terceira, hafi farið í

landaleit norður i höf, og þá fann hann land, sem hann

kallar Harðfiskland (terra do bacalho); halda menn, að

t t

hann hafi komið til Islands. Arið 1500 fór sonur þessa
manns, Gaspar Cortereal, aptur i landaleit og sigldi i
norðvestur; fann hann þá land, sem hann kallar
Græna-land (Terra verde), og ætla menn, að það hafi verið
Grænland. Næsta ár fór hann á tveim skipum til VNV.
og fann ströndina á Newfoundlandi ;2 þar urðu þeir varir
við mikla gnægð fiska í sjónum og eptir það tóku
fiski-skip að fara þangað hópum saman. Hinir nafnfrægu
sæ-farendur John og Sebastian Cabot, er fyrst rannsökuðu
austurströnd Norðurameríku, áttu heima i Bristol; þá voru

Nánar um þetta má lesa lijá Alexander Huviboldt: Kritische
Untersuchungen I og S. JRuge: Geschichte des Zeitalters der
Ent-deckungen 1881, hls. 221-31.

2) 0. Peschel: Geschichte der Erdkunde. Múnchen 1865,
bls. 262.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free