- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
126

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[126

börðust Síðumenn við Englendinga i Vestmanneyjum; urðu
þeir ósáttir út úr kaupskap; þar féllu 14 Englendingar, en
ekki er getið um, að aðrir hafl fallið af Islendingum en
sira Jón smjörnefur, er var prestur á Skarði í Meðal-

r

landi. A þeim árum drápu Englendingar lika Svein Þor-

leifsson skrifara og ellefu menn aðra. Mörg önnur hryðju-

verk frömdu Englendingar hér i þá daga, sem eigi þarf

hér að telja; 1515 ritar Kristián annar Hinriki VIII. bréf

t

og kvartar mjög undan yfirgangi Englendinga á Islandi.1
Þá var sendur hingað Sören Nordby, sjókappi mikill, til
þess að hrekja héðan enska vikiuga, og hafði hann hér
um tíma hirðstjórn. Ensku kaupmennirnir voru þá hér
á landi búnir að fá aðra skæðari keppinauta, nefnilega
Þjóðverja, sem loks algjörlega hröktu þá á braut, og
munum vér minnast á það í næsta kafla.

r

I enskri bók eptir Andrew Boorde, sern kom út 1547,

r

er stutt lýsing á Islandi; lýsing þessi er mjög ómerkileg
og illorð um Islendinga, en þó verð eg að geta hennar
hér; þar er sullað saman skröksögum sjómanna og öðr.
um lausafregnum; en þó flest sé vitlaust í lýsingunni, er
þó dálítið rétt, er verzlunina snertir.2 Andrew Boorde
var fæddur um lok 15. aldar i Sussex á Englandi; hann
varð á ungum aldri munkur, en losaði sig úr
munka-reglu og fór að stunda læknisfræði. Hann fór víða, bæði
um England og meginland Európu, en þótti
óknyttamað-ur í meira lagi og dó í dýflissu í Lundúnum 1549. Bók
hans kom út 1547 og er tileinkað Maríu prinsessu, hinni
alræmdu Blóð-Mariu; þar átti í fvrstu að vera vfirlit vfir

/ J. f t/ t/

öll vísindi, en aldrei kom út meira en fyrsti kaflinn, um

!) Sbr. Espólíns Árbækur II., bls. 115, 122, III. bls. 31, 38-39.
Safn II., bls. 6G5-68.

s) Rit Andrew Boorde’s beitir: The Fvrst Boke of the
Intro-duction of Knowledge made by Andrew Borde. 1547. Bókin er
aptur geíin út af F. I. Furniwall »for the early English text
so-ciety. London 1870«. Eg heíi þó ekki haft þessar bækur fyrir mér,
en eg hefi farið eptir útdrætti, sem prentaður er hjá C. F. Bricka
i Danske Samlinger for Historie, Topografi, Personal- og
Litera-turhistorie. 2. Række, 2. Bind. Kbhavn 1872-73, bls. 135-143.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free