- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
127

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[127

þjóðirnar í Európu. Hver kapítuli er lýsing á sérstöku

landi og eru myndir af íbúum landanna fyrir ofan; við

hvern kapítula eru líka nokkrar ljóðasamstæður, og eru

íbúunum þar lögð orð í munn. í 6. kapítula er lýsing á

íslandi og Noregi og vísur fyrir ofan; í ljóðunum er að-

alefnið þetta, að því er Island snertir, og er íslendingur

látinn tala: »Eg er fæddur á Islandi, eins heimskur eins

og dýr; að eta kertisstubba er hátíð fyrir mig; eg er

sólginn í tólg og hráan liarðfisk; það þykir dágóður mat-

ur í mínu landi; hráan fisk og hrátt kjöt et eg, er eg

þarfnast; svona matur þykir inér góður. Lítið hirði eg

um morgunsöngva eða messu, og um góðan klæðnað kæri

eg mig aldrei. Gott þykir mér að klæðast dýraskinnum,

hvort sem það eru úlfa- eða bjarnaskinn«. Síðan kemur

stutt lýsing á Noregi og þá lengri lýsing á íslandi og er

hún hér um bil á þessa leið:

A »ísland er fyrir utan Noreg; það er stórt eyland,

umkringt af íshafinu; landið er furðanlega kalt; á sum-

um stöðum er sjórinn frosinn og fullur af ís. Þar vex

ekkert korn; lítið brauð hafa þeir eða ekkert; í stað

brauðs eta þeir harðfisk; þeir eru vanir að eta hráan

fisk og hrátt kjöt; þeir eru dýrslegar skepnur, ósiðaðir

og fákunnandi. Hús hafa þeir engin, en liggja í hellum

saman eins og svín; þeir selja islenzka hunda og gefa

burt börn sín; þeir eta tólgarkerti og kertisstubba og

gamla feiti, þráa tólg og annan óþverra. Þeir ganga

klæddir i villidýraskinnum og eru líkir fólkinu í hinu ný-

/ t

fundna landi, er heitir Calyco (Kalikut). A Islandi eru
t

mörg villidýr. Islendingar eru góðir fiskimenn; mikið af
fiski sínum láta þeir i skiptum við enska menn fyrir
mjöl, bönd, skó og aðra smámuni. Þeir hafa enga
pen-inga í landinu, en þeir láta einn hlut í skiptum fyrir
annan. Þar eru nokkrir prestar, sem eru blásnauðir, en
halda þó frillur. A sumrum er þar að nokkru leyti
eng-in nótt og á vetrum er þar á líkan hátt fárra stunda
dagsbirta. Mál þeirra get eg ekki talað, nema eitt eða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free