- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
128

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[128

tvö orð á stangli, og þess vegna sleppi eg að skrifa um
það«.

/

Ef bornar eru saman hin fyrsta lýsing á Islandi eptir

Giraldus Cainbrensis og þessi, þá eru þær næsta ólíkar.
/

Giraldus hælir Isiendingum fram úr hófi; AndrewBoorde

lýsir þeim eins og hinum örgustu skrælingjum; timarnir

voru nú reyndar ólikir; en mest kemur þessi mismunur

eflaust af því, að Giraldus fer eptir frásögum lærðra,

heldri manna, en Andrew Boorde fer eingöngu eptir lausa-

fregnum, sem borizt hafa með misjöfnum sjómannalýð;

/

hann hefir líka auðsjáanlega blandað Islendingum saman
við Eskimóa eða aðrar villiþjóðir; aldrei hafa íslendingar
t. d. klæðzt í dýraskinn og aldrei hafa hér verið úlfar.
Sagan um kertaátið er algeng hjá öðrum höfundum um
ýmsar þjóðir, sem norðarlega búa, og brúka mikið
feit-meti. Sagnirnar um, að íslendingar búi í hellum, eru
efiaust komnar af því, að útlendingar hafa séð
lítilfjör-lega torfbæi.

9. Upphaf hinnar þýzku verzlunar a íslandi.
íslandslýsingar frá byrjun 16. aldar. Olaus Magnus.

Eins og vér fyrr höfum talað um, var aðalverzlunin

á Islandi á 15. öldinni ensk. Englendingar verzluðu

reyndar optast í óieyfi, en þeim hélzt það uppi, af því

stjórnarástandið i Danmörk var svo, að konungar gátu

eigi snúizt við að vernda verzlun á Islandi, sem þeir þó

töldu sér einum heimila. Um miðja 15. öldina fara Þjóð-

verjar að venja komur sínar til íslands; framan af er

verzlun þeirra lítil, en að lokum koma þeir ár sinni svo

fyrir borð, að þeir á 16. öldinni eru því nær einráðir.

/

Fyrstu þýzku verzlunarskipin, sem komu til Islands á

árunum 1430—1440, voru frá Danzig og Liibeck; Ham-

/

borgarar fara fyrst að taka þátt í Islandsverzluninni 1475,
og fyrstu skipin eru gerð út á opinberan kostnað;1 menn

Ernst Baasch: Die Islandsfahrt der Deutschen. Forschun-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free